Skírnir - 01.01.1884, Síða 171
173
A s í a.
Sínverjaland.
Við það er nokkuð komið í frjettaþættinum frá Frakklandi,
hve öndvert Sínlendingar horfðu við sókn Frakka í Anam og
Tongking, og hver brögð þeir höfðu í frammi að styrkja
vörnina. f>eir ljetu sendiboða sinn í París, Tseng markgreifa,
sem hann var kallaður, láta stórt og tala ægilega, en Frakkar
vissu betur enn hann hugði, hvernig á stóð, og að stjórnin
í Peking mundi sjást lengi fyrir, áður hún segði þeim ófrið á
hendur. þeir vissu líka, að Li-Hung-Chang, sá maður sem
mestu ræður þar eystra (sbr. „Skírni“ í fyrra) var striði frá-
hverfur og vildi á enga hættu leggja. Hann mátti og vita, að
sjer mundi í koll koma, ef illa færi. Hann hefir að visu lagt
mikið kapp á að efla her og varnir ríkisins, einkum víggyrð-
ingarnar um Peking, en stofnherinn er enn litill og óreyndur,
en hitt ekki að telja, þó höfðatalan sje drjúg (600,000). Menn
sögðu, að Frökkum mundi hafa orðið auðunnið að sækja ekki
að eins strandaborgirnar, en Peking sjálfa, með 40,000 her-
manna. I höfuðborginni eggjuðu margir til stórræða, þeirra er
mikil metorð hafa og embætti, og á sumum stöðum, t. d. í
Kanton, gerði borgarskríllinn atsúg að Evrópumönnum. En
þegar slíkt ber undir, þá eru allir Evrópumenn í einum hnappi
og herskip þeirra til taks, að skjóta á borgirnar. Talið er, að
á Sínlandi sje 5000 manna af Evrópukyni, og skiptast þeir á
22 bæi, sem stjórn Sínlendinga hefir leyft við að verzla. Flestir
í Kanton og Shanghai. jþó Englendingar ættu mest i húfi, þar
sem verzlun þeirra við Sinlendinga nemur á ári 725 millíónum
króna, þá er óefað, að þeir mundu ekki að eins hafa þrýst að
Sínlendingum til öptrunar, en likast orðið að leggja fulltingi til
með Frökkum, ef mönnum þeirra hefði orðið misboðið i verzl-
unarborgunum. þ>egar Frakkar höfðu 'unnið þær borgir i Tong-
king, sem þeir þurftu og ætluðu sjer að vinna — Santéy, Bac
Ninh og Honghoa — heyrðu þeir enn enga ófriðarlýsing, og