Skírnir - 01.12.1913, Page 26
314
Nokkrar athugasemdir.
II.
Landaurarnir, sem Islendingar skildu gjalda í Noregi,
vóru eftir Olafssáttmálanum hálf mörk (= 4 aurar) silfurs
á mann, ef goldið var í silfri, enn 6 vararfeldir og 6 álnir
vaðmáls, ef goldið var í lögaurum. Grágás Konungsbók
II, 192. bls. tiltekur nákvæmlega stærð og lögun varar-
feldanna — þeir skildu vera 4 þumalálnir á lengd og 2
álnir á breidd,1) enn fremur skildu vera »13 röggvar um
þveran feld« — og segir á sama stað, að slíkur feldur jafn-
gildi 2 aurum (= 12 álnum) vaðmála. Éftir þessum skil-
ríka og merka stað fór jeg í útreikningi landauranna í
ritgjörð minni um silfurverð og vaðmálsverð í Skirni 84.
árg. á 5. bls. neðanmáls, og fjekk út, að gjaldið hefði verið
13 lögaurar, sem jafngilda 4 aurum silfurs. Dírleikshlut-
fallið milli silfurs og vaðmála verður þá 4: 13 = 1 : 374.
E. A. er mjer samdóma um, að hjer sje átt við bleikt silf-
ur, er hjer gekk í allar stórskuldir um 1000 (Grág. Kon-
ungsb. II 192 bls) og segir Konungsbók að einn eirir af
því hafi jafngilt 4 aurum vaðmála (dírleikshlutfall 1 : 4).
Kemur þetta nokkurn veginn heim við dírleikshlutfall
landauranna eftir Olafssáttmála. Silfrið er að eins metið
tæpum fjórðungi lægra móts við lögaura eftir Olafssátt-
málanum enn eftir Konungsbókarstaðnum2). E. A. átelur
(á 73.-74. bls.), að jeg skuli ekki við þennan útreikning
hafa tekið tillit til annars staðar í Konungsbók, þar sem
einn vararfeldur sje talinn jafngilda að eins 1 eiri (= 6
álnum) vaðmála (Grág. Kb. II 141. bls.). Jeg vissi vel af
þessum stað, enn gekk framhjá honum með vilja, af því
að jeg taldi hann vafasaman og marklausan í þessu efni,
•og sama mundi E. A. hafa gert, ef hann hefði gert sjer
ljóst, í hverjar ógöngur staðurinn leiðir, ef hann er skilinn
eins og E. A. skilur hann. Með þessum stað fær E. A.
9 í nútíðarmáli verður lengdin hjer um bil 2 metrar og 5 sentí-
•metrar = 3 álnir ö’/3 þuml. danskt mál, og breiddin helmingur af
Jengdinni.
J) Sbr. Safn til s. ísl. IV, 379—381. bls.