Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1913, Side 28

Skírnir - 01.12.1913, Side 28
316 Nokkrar athugasemdir. sex álnir vaðmáls« — hjer er sagt tvent í einu, bæði að gialda megi í vaðmálum, og að 6 álnir vaðmáls sjeu í lögeiri. Loks er bætt við: »eða vararfeldir svá at þeir þykki jafnir sem 6 alnir vaðmáls*. Hjer er first sagt, að gjalda megi í vararfeldum, enn viðbótin »svá at þeir þykki jafnir« er annað hvort eitthvað úr lagi færð eða hjer er ónákvæfnt að orði komist. Ef farið er eftir orðunum, þá liggur næst að skilja þau svo, að fleiri enn einn var- arfeldur, eða að minsta kosti tveir, hafl jafngilt 6 álnum vaðmála, því að á tveim stöðum eru feldirnir nefndir i fleirtölu (»v ararfeldir .. þei r«). Enn þetta nær engri átt. Til þess að fá út þá hugsun, sem E. A. leggur í orðin, verða menn að breita þeim á þessa leið: svá at hverr þeirra þykki jafn sem 6 alnir vaðmáls. Orðalagið (»þykki«) bendir til, að sá sem þetta ritaði haíi ekki ætlað sjer að setja fasta reglu fram um það, hve dir hver var- arfeldur skildi vera móts við vaðmál, heldur first að taka fram alment að vararfeldir væri gjaldgengir, líkt og hann segir áður um »kýr ok ær«, og þar næst að kveða á um, að ef vararfeldir væri goldnir, þá skildi m et a, hve mikils virði þeir væri í 6 álna aurum, eða, sem kallað var, »virða þá til 6 álna aura«*) (sbr. það sem segir rjett á eftir á sama stað um lögsjáendur). Að þetta sje hugsunin, stirk- ist við samanburð á einum stað í Sthb., sem kemur að flestu leiti orðrjett heim við þennan stað í Kb. Þar stend- ur svo: »En þat eru sex alna aurarkýrok ær at þinglagi því sem þar er í heraði. Þat er lögeyrir sex alnar vaðmáls eða vararfeldir nýir svá at þeir sé eigi verr virðir en vara«.8) Þessi staður kemur að efninu til alveg heim við Konungsbókarstaðinn, ef jeg skil hann rjett, og þessi hugsun kemur út á Kon- ungsbókarstaðnum, ef menn þar undirskilja »svo eða svo margar« eða því um líkt við orðin »sex alnir vað- mála«. Svo mikið er víst, að á þessum stað er ekkert ') Sjá Grág. Sthb. bls. 6110. 2) Grág. Sthb. bls. 6112'14. Orðið v a r a táknar hjer sama sem v a ð m á 1.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.