Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 86

Skírnir - 01.12.1913, Page 86
374 Ritfregnir. Stefáns haldist óbreytt hjá öllum sem framvegis rita um grasafræði á íslenzka tungu. Nú hefir St. St. gefið út mjög snotra kenslubók í grasafræði íyrir skóla vora. Að svo miklu leyti sem jeg get sóð við lauslegt yfirlit eru sömu kostir við hana og Flóru: ljós frásögn, fagurt við- feldið mál og ágæt fræðiorð. Annars er bók þessi að sjálfsögðu ■miklu skemtilegri. Hver skynsamur alþyðumaður getur lesið hana sór til fróðleiks og skemtunar kennaralaust. Mér finst hún væri bezta gjöf handa hverju bókhneigðu athugulu barni. Það er ekki einskis virði ef unglingar vorir lærðu dálítið ágrip af grasafræði, því fátt skerpir betur athyglina eða opnar betur augun fyrir undra- heimi náttúrúrvísindanna, en það er þó skilyrðið að bókin só ekki að eins lesin, heldur jurtirnar sjálfar athugaðar að sumrinu. Það ætti ekki heldur að vera alveg þýðingarlaust fyrir alþyðu vora, sem að miklu leyti lifir af jarðrækt, að vita deili á lífi og lifnaðarháttum jurtanna, að geta þekt hver gróður er á engjum þeirra og túnum. Bók þessi er eflaust samin sem ketislubók fyrir skólana, en hún er í mínnm augum nytsöm og nauðsynleg alþýðubók. Eintt ga.lli þykir mór tilfinnanlegur á bók þessari, einkum ef hún er skoðuð sem alþýðubók. Það vantar ítarlegan inngang þar sem lýst væri hversu læra skyldi grasafræði, athuga jurtir, safna þeim, fergja þær o. s. frv. í Flóru var kafli um þetta, en nú er hún uppseld. Unglinguriun. sem les bókina kennaralaust, hefði átt að fá nákvæma leiðbeining um notkun hennar, annars heldur hann að alt sé innifalið í því að lesa bókina og athuga tnyndirnar, en sú kuunátta kemur auðvitað ekki að tilætluðum notum. Bók þessi er að nokkru leyti dönsk. Hún er sniðin eftir danskri kenslubók eftir Eug. Warming og myndir að mestu teknar úr henni. f>að er hart að geta ekki samið sjálfstæðar bækur vegna þess að myndtr þarf ætíð að fá að láni. Sú er bót í máli hvað þessa bók snertir, að Eug. Warming er afburðamaður í sitini greiu og bækur hans svo vel samdar, að aðrár gerast ekki betri. En eitt er það sem Stefán á stóra skömm skilið fyrir: að hafa ekki komið bók þessari út fyrir löngú síðan. G. H. Önnur rit, er Skírni hafa borist. Bjarni Þorsteinsson : Viðbætir við hirta íslenzku sálmasöugsbók með fjórum röddum. Rvík 1912.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.