Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1913, Page 96

Skírnir - 01.12.1913, Page 96
384 ÍJtJendar fréttir. sæti í, skal tiltaka aðalatriðin í væntanlegri stjórnarskrá landsins. Hver verða skuli fursti Albaulu er ekki fastákveðið enn. Uppreisn í Kína. Það hefir ekki gengið sem bezt að kalda uppi friði í Kína síðan stjórnarbyltingin varð þar og ríkið var gert að lýðveldi. Nú í sumar hafa verið sífeldar óeirðir og æsingar í suðurhluta ríkisins, en þar hefir Sun-Yat-Sen haft mikil áhrif og mikið fylgi frá upphafi, en Juan Shi-Kai forseti í norðurhlutanum. Sagt er nú að síðustu, að uppreisnin só að miklu leyti bæld niður af stjórnarhernum, og nýlega tók hann Nankingborg, sem verið hafði ein af höfuðstöðvum uppreisnarliðsins, en um allan Jangtseki- angdalinn hefir stríðið geisað í sumar Upreisnarmenn hafa altaf farið halloka, og leiðtogi þeirra, Sun-Yat-Sen, flúði úr landi í sumar og hefir síðan setið í Japan. Juan-Shi Kai forseti er talinn mjög duglegur maður, en harðdrægur og brögðóttur, og svo er að keyra sem allflestir hafi mesta trú á honum til þess að koma festu á hið nýja fyrirkomulag ríkismálefnanna og standa fyrir þeim breyting- um, sem fyrirhugaðar eru þar á svo mörgum svæðum og sumar eru þegar komnar nokkuð á veg, en aðrar í byrjun. Æsingarnar gegn forsetauum hafa meðal annars stafað af því, að hann hefir tekið mjög stórt r/kislán, sem stórveldi Norðurálfunnar hafa útveg- að og verja á til þess að koma fram ýmsum hinum fyrirhuguðu breytingum þar eystra. Lántakan mætti mikilli mótspyrnu, bæði í þinginu og jafvel líka innan stjórnarráðsins, en forsetinn kom henni í gegn með harðfylgi. Með stuðningi af þessu fjármagni hefir hann nú bælt niður uppreisnina og getur svo haldið fram þeirri stefnu, sem hann hefir tekið. Hann hefir fengið sór enskan mann fyrir ráðunaut í fjármálum og framkvæmdamálum. En þr.itt fyrir þetta er hann sagður þjóðlegur í hugsunarhætti og íhaldssamur að 3umu leyti. Ollum kemur saman um, að mikið só í hann varið. Bandaríkin og Mexíkó. Það hefir legið við ófriði milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Bandaríkjaforseti vill ekki viðurkenna að Huerta, sem um hríð hefir gegut forsetaembættinu í Mexíkó, só löglega að völdum kominn, og heimtar, að hanu vxki. Orsökin er, að Bandamenn, sem búsettir hafa verið í Mexikó og eiga þar stór- fó í ýmsum fyrirtækjum, hafa flúið þaðan í stórhópum nú á síðustu styrjaldatímunum og látið þar eftir eignir sínar eins og í hers hönd- um. Hafa þeir kært þetta fyrir Bandaríkjaforseta, og hann þykist ekki geta látið það afskiftalaust. Fulltrúa hefir hann sent suður, er John Lind heitir, og er nú verið að semja um þessi mál, en ósóð enn, hvernig þeim muni ljúka. Þ. G.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.