Skírnir - 01.08.1916, Page 10
234 SnoYri Stnrlnson. [Skírnir.
mönnum. Ekkert bendir á, að Snorri hafi tekið þátt i at-
lögunni. Hann ríður líka með fjölda manns til alþingis,
en ekki virðist hann að því skapi hafa kunnað að beita
því liði. í deilunni við Magnús allsherjargoða og Sæmund
í Odda á alþingi (Sturl. II, 70—71) sendir Snorri eftir
bræðrum sínum Þórði og Sighvati, — »og þótti Sighvati
Snorri eigi vel hafa haldið stöðunni, áður hann kom til«.
Og síðar sjáum vér, að Snorri fylkir ekki sjálfur liði sínu,
og það þó að hann eigi ekki völ á neinum hæfum manni
til þess (»Arni óreiða var þá að fylkja liði Snorra á nor-
rænu, og tókst það heldur ófimlega, því að hann var eigi
vanur því starfi«. Sturl. II, 233.). Þegar þeir Kolbeinn
Arnórsson og Kolbeinn Sighvatsson ríða suður á iand og
setjast í bú Snorra með á öðru hundraði manna, ræna og
gera óspektir, biður Snorri langan tíma án þess að hafast
að. Og þegar hann loks hefst handa og sendir Orækju
orð, eru þeir norðanmenn allir á burt og »höfðu gert svo
mikinn skaða á búum Snorra, að það var virt meir en
sex tigir hundraða« (Sturl. II, 234—37). Árið 1235, þegar
þeir Sturla og Sighvatur voru teknir að safna liði fyrir
norðan, kallaði Snorri Orækju son sinn að vestan á sinn
fund, og kallaði óráð, að sérhver þeirra væri kvíaður.
Órækja brá við skjótt og safnaði sex hundruðum manna,
og vildi hann, »að snúið væri á norður, með allan afla
þann, er þeir fengi. Voru þess margir fýsendur, þeir er
framgjarnir voru. En Snorri var eigi búinn til þess að
fara að bróður sínum á þeim hátíðum, er þá fóru í hönd«
(Sturl. II, 257). Því ber ekki að neita, að Snorra geti
hafa gengið trú og ættrækni til að nokkru leyti, eins og
síðar mun drepið á, en ekki virðast þær hvatir þó ann-
ars hafa ráðið nándar nærri eins miklu i lífi hans og
hugur hans á auð og völdum. Og hvorttveggja átti hann
að verja í þetta sinn. Enda flýr Snorri úr Borgarfirðin-
um og suður á Nes, þegar þeirra Sturlu var von norðan,
•en ekki gat það verið neinn glæpur fyrir hann að verja
jhendur sínar. Með þeim fiótta er ríki Snorra í raun og
•veru lokið, og hann hafði gert svo mikið til þess að ná