Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Síða 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Síða 2
4 meira og minna af fornum túngarðarústum, er sýna, að túngörðun- um hefir verið þokað út smátt og smátt. í hinum eldri túnum er varla um aðrar girðingar að tala, nema ef vera skyldi í Stóragerði, StdkTcagerði og Þorlaugargerði. Þessi þrjú kringlumynduðu gerði hafa öll verið lítil í samanburði við aðrar túngirðingar. Stóra-Gerði — einbýli — heflr fyrst verið rúml. vallardagslátta, þó nú sé það orðið yfir 6 dagsláttur. Stakkagerði — tvíbýli — litlu stærra (l'/é) dag- slátta og Þorlaugargerði — tvíbýli — með nokkuð óvissri stærð (l'/a dagsl). Fyrir ofan hraun, ofan leiti, mun elzti bærinn vera Ofan- leiti, og þar laust snðaustan við túnið er Þorlaugargerðið. Norður- garður — tvíbýli — mun draga nafnið af afstöðu sinni frá Ofan- leiti, og vera bygður nokkuð löngu seinna. Þar er um 6 dagslátta tún, sem lítið hefir verið stækkað. Kirkjubœr og Vilborgarstaðir eru stærstar jarðir í Vestmanna- eyjum, um 60 hnd. hvor, og jafnframt einna elztar, auk Búastaða, Oddstaða og Gjdbaklca; en af almenningi skoðast Kirkjubær og Vil- borgarstaðir sem 8 jarðir hvor, aðgreindar í jarðabókinni eftir af- stöðu bæjanna í hvoru þorpinu fyrir sig, t. d. Austur-, Vestui’-, Norð- ur-, Suður- og Mib-Hlaðbœr. Svo hafa umboðsmenn á stundum bút- að þessa parta aftur í tvent. Á seinni árum bafa sumir bæirnir verið færðir dálítið úr stað, úr mestu þrengslunum og frá kumbaldanum og út í túnið eða tún- jaðarinn; þannig var einn bærinn fluttur heiman frá Kirkjubæ ná- lægt 60 faðma, og bygður í túnjaðrinum, og nefndur »Garður«, en var aldrei hjáleiga frá Kirkjubæ. Þar stóð hann nokkra áratugi, var síðan rifinn, en túnið var svo haldið af öðrum, er bjuggu niðri i kauptúninu. Likt má segja um Möhús — Kirkjubæjarpart. — Norðurbœr og Tún eru einnig fluttir út í túnin. . Ileiði, Hraun og Vatnsdahir eru fluttir úr þrengslunum á Vilborgarstöðum, góðan spöl út fyrir gömlu túnin, og settir í nýlega uppgrædd tún. Einn Vil- borgarstaða-bærinn var, nokkuð löngu fyr en siðastnefndir bæir, fluttur um 15 faðma til suðausturs þaðan, á ofurlítinn hól, og nefnd- ur þar Hdigarður, til aðgreiningar frá hinum þorpsbæunum. Túni Kirkjubæjar og Vilborgarstaða er skift í sína skákina handa hverj- um jarðarparti þannig, að mjórri oddarnir ganga í miðpunktinn, þ. e. bæinn, hringinn í kring. Fornu-Lönd nefndist til skamms tíma all-breið og flatlend hæð, með dálítilii hvylft vestanundir henni — miðja vega milli Stakka- gerðis, Kornhóls, Gjábakka og Vilborgarstaðagirðinga. Langs með þessari hæð, miðja vega, er laut, 2—3 álnir á dýpt. Norðan við Jautina er önnur dálítil hæð, sem þrjár þurrabúðir hafa staðið á alb
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.