Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Síða 2
4
meira og minna af fornum túngarðarústum, er sýna, að túngörðun-
um hefir verið þokað út smátt og smátt. í hinum eldri túnum er
varla um aðrar girðingar að tala, nema ef vera skyldi í Stóragerði,
StdkTcagerði og Þorlaugargerði. Þessi þrjú kringlumynduðu gerði hafa
öll verið lítil í samanburði við aðrar túngirðingar. Stóra-Gerði —
einbýli — heflr fyrst verið rúml. vallardagslátta, þó nú sé það orðið
yfir 6 dagsláttur. Stakkagerði — tvíbýli — litlu stærra (l'/é) dag-
slátta og Þorlaugargerði — tvíbýli — með nokkuð óvissri stærð (l'/a
dagsl). Fyrir ofan hraun, ofan leiti, mun elzti bærinn vera Ofan-
leiti, og þar laust snðaustan við túnið er Þorlaugargerðið. Norður-
garður — tvíbýli — mun draga nafnið af afstöðu sinni frá Ofan-
leiti, og vera bygður nokkuð löngu seinna. Þar er um 6 dagslátta
tún, sem lítið hefir verið stækkað.
Kirkjubœr og Vilborgarstaðir eru stærstar jarðir í Vestmanna-
eyjum, um 60 hnd. hvor, og jafnframt einna elztar, auk Búastaða,
Oddstaða og Gjdbaklca; en af almenningi skoðast Kirkjubær og Vil-
borgarstaðir sem 8 jarðir hvor, aðgreindar í jarðabókinni eftir af-
stöðu bæjanna í hvoru þorpinu fyrir sig, t. d. Austur-, Vestui’-, Norð-
ur-, Suður- og Mib-Hlaðbœr. Svo hafa umboðsmenn á stundum bút-
að þessa parta aftur í tvent.
Á seinni árum bafa sumir bæirnir verið færðir dálítið úr stað,
úr mestu þrengslunum og frá kumbaldanum og út í túnið eða tún-
jaðarinn; þannig var einn bærinn fluttur heiman frá Kirkjubæ ná-
lægt 60 faðma, og bygður í túnjaðrinum, og nefndur »Garður«, en
var aldrei hjáleiga frá Kirkjubæ. Þar stóð hann nokkra áratugi,
var síðan rifinn, en túnið var svo haldið af öðrum, er bjuggu niðri
i kauptúninu. Likt má segja um Möhús — Kirkjubæjarpart. —
Norðurbœr og Tún eru einnig fluttir út í túnin. . Ileiði, Hraun og
Vatnsdahir eru fluttir úr þrengslunum á Vilborgarstöðum, góðan spöl
út fyrir gömlu túnin, og settir í nýlega uppgrædd tún. Einn Vil-
borgarstaða-bærinn var, nokkuð löngu fyr en siðastnefndir bæir,
fluttur um 15 faðma til suðausturs þaðan, á ofurlítinn hól, og nefnd-
ur þar Hdigarður, til aðgreiningar frá hinum þorpsbæunum. Túni
Kirkjubæjar og Vilborgarstaða er skift í sína skákina handa hverj-
um jarðarparti þannig, að mjórri oddarnir ganga í miðpunktinn, þ.
e. bæinn, hringinn í kring.
Fornu-Lönd nefndist til skamms tíma all-breið og flatlend hæð,
með dálítilii hvylft vestanundir henni — miðja vega milli Stakka-
gerðis, Kornhóls, Gjábakka og Vilborgarstaðagirðinga. Langs með
þessari hæð, miðja vega, er laut, 2—3 álnir á dýpt. Norðan við
Jautina er önnur dálítil hæð, sem þrjár þurrabúðir hafa staðið á alb