Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 16
18 i Landsbókasafninu, 80 bis. — Hóíundurinn var prestur á Ofanleiti 1689—1713. Bókin er litil, drepur þó á ýmsu og má merkileg heita nú fyrir aldurs sakir. Dr. Kristian Kálund getur í bók sinni um Island1) um allskemti- lega lýsingu á eyjunum, með uppdrætti og myndum, eptir S. M. Holm, ritaða 1776. Sú bók er nr. 1677 í 4 bl. br. í Nýja safni og heitir2): »Undervisan um Vestmannaeyja háttalag og bygging«. Handrit þetta hefi eg ekki enn þá átt kost á að sjá, en eg ræð af titlinum, að það sé einungis afskrift af bók síra Grissurar. 2. » Utskýringartilraun yfir Vestmannaeyjar«. — »Enduð á Ofan- leiti 17. júlí 1843. J. Austmann (prestur á Eyjum)«. Er þetta sókn- arlýsing síra Jóns Jónssonar Austmanns, er prestur var á Ofanleiti 1827—58, fyrir og eftir sameiningu brauðanna, sú er hann samdi fyrir Bókmentafélagið og er hún nú í handritas. þess í Landsbs., nr. 19 í arkarbr., 80 bls. Er þessi lýsing öll allmikil bók; fyrst er um Heimaey, 17 bls., síðan um úteyjar og sker, 18.—41. bls.; þá »Viðbætir«, sérstök svör upp á spurningar félagsins, bls. 42—53; síðan »Athugasemdir«, bls. 53—61; þá smákaflar nokkrir á bls, 61— 66: «Um sker og grynningar« o. s. frv., »Fuglar þeir sem verpa i Vestmannaeyjum», »Kostir og ókostir á Vestmannaeyjum yfir höf- uð;« »Hellar í Vestmannaeyjum«, bls. 67—73; »Fiskimið«, bls. 73—77. 3. Vestmannaeyjar eftir Jónas Hallgrtmsson, allmikil ritgerð, 60 bls. hálfar, hluti úr »Landlýsingu« hans er vera skyldi 1. deild af »íslands lýsingu«; er þessi ritgerð fremst í kaflanum »Eyjar og sker« og er því að eins landlýsing. Er hún bygð á lýsingu síra Jóns Austmanns og sjálfsagt að sumu leyti á eigin rannsóknum Jónasar, sem þó aðallega voru jarðfræðislegar, samkv. dagbók hans, nr. 10 í arkarbr. i handrs. Bókmentafél. í Landsbs. Lýsing Jónasar er i nr. 27 í 4 bl. br. í handrs. Bókm.fél. í Landsbs. 4. »Lýsing Vestmannaeyja sóknar, samin árið 1873 af Brynjólfi Jónssyni, presti í Vestmannaeyjum«. Þessi sóknarlýsing er í nr. 71 í arkarbr. í handrs. Bókmfél. í Landsbs., er á 80 bls. í 4 bl. br. Hún er að ýmsu leyti góð og fyllri en hinar .eldri; á bls. 36—52 er skrá um mið umhverfis eyjarnar og er hún með merkilegum skýr- ingum. Engar af þessum Vestmannaeyja lýsingum hafa verið prentaðar enn þá, að eins 3 smákaflar úr hinni fyrstu á bls. XXX.—XXXIV. ‘) Bidrag til en hist. topograf. beskrivelse af Island, I, bls. 285, nmgr. *) Katalog over de oldn.-isl. hándskrifter i Kubeuhavns offentlige biblioteker,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.