Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Qupperneq 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Qupperneq 16
18 i Landsbókasafninu, 80 bis. — Hóíundurinn var prestur á Ofanleiti 1689—1713. Bókin er litil, drepur þó á ýmsu og má merkileg heita nú fyrir aldurs sakir. Dr. Kristian Kálund getur í bók sinni um Island1) um allskemti- lega lýsingu á eyjunum, með uppdrætti og myndum, eptir S. M. Holm, ritaða 1776. Sú bók er nr. 1677 í 4 bl. br. í Nýja safni og heitir2): »Undervisan um Vestmannaeyja háttalag og bygging«. Handrit þetta hefi eg ekki enn þá átt kost á að sjá, en eg ræð af titlinum, að það sé einungis afskrift af bók síra Grissurar. 2. » Utskýringartilraun yfir Vestmannaeyjar«. — »Enduð á Ofan- leiti 17. júlí 1843. J. Austmann (prestur á Eyjum)«. Er þetta sókn- arlýsing síra Jóns Jónssonar Austmanns, er prestur var á Ofanleiti 1827—58, fyrir og eftir sameiningu brauðanna, sú er hann samdi fyrir Bókmentafélagið og er hún nú í handritas. þess í Landsbs., nr. 19 í arkarbr., 80 bls. Er þessi lýsing öll allmikil bók; fyrst er um Heimaey, 17 bls., síðan um úteyjar og sker, 18.—41. bls.; þá »Viðbætir«, sérstök svör upp á spurningar félagsins, bls. 42—53; síðan »Athugasemdir«, bls. 53—61; þá smákaflar nokkrir á bls, 61— 66: «Um sker og grynningar« o. s. frv., »Fuglar þeir sem verpa i Vestmannaeyjum», »Kostir og ókostir á Vestmannaeyjum yfir höf- uð;« »Hellar í Vestmannaeyjum«, bls. 67—73; »Fiskimið«, bls. 73—77. 3. Vestmannaeyjar eftir Jónas Hallgrtmsson, allmikil ritgerð, 60 bls. hálfar, hluti úr »Landlýsingu« hans er vera skyldi 1. deild af »íslands lýsingu«; er þessi ritgerð fremst í kaflanum »Eyjar og sker« og er því að eins landlýsing. Er hún bygð á lýsingu síra Jóns Austmanns og sjálfsagt að sumu leyti á eigin rannsóknum Jónasar, sem þó aðallega voru jarðfræðislegar, samkv. dagbók hans, nr. 10 í arkarbr. i handrs. Bókmentafél. í Landsbs. Lýsing Jónasar er i nr. 27 í 4 bl. br. í handrs. Bókm.fél. í Landsbs. 4. »Lýsing Vestmannaeyja sóknar, samin árið 1873 af Brynjólfi Jónssyni, presti í Vestmannaeyjum«. Þessi sóknarlýsing er í nr. 71 í arkarbr. í handrs. Bókmfél. í Landsbs., er á 80 bls. í 4 bl. br. Hún er að ýmsu leyti góð og fyllri en hinar .eldri; á bls. 36—52 er skrá um mið umhverfis eyjarnar og er hún með merkilegum skýr- ingum. Engar af þessum Vestmannaeyja lýsingum hafa verið prentaðar enn þá, að eins 3 smákaflar úr hinni fyrstu á bls. XXX.—XXXIV. ‘) Bidrag til en hist. topograf. beskrivelse af Island, I, bls. 285, nmgr. *) Katalog over de oldn.-isl. hándskrifter i Kubeuhavns offentlige biblioteker,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.