Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 19
21 Eiðið lækkað mjög síðan á 9. öld; þá hefir það að líkindum verið breiðara, hærra og með grasi grónum jarðvegi. Nú er það brim- sorfið og blásið. Segir síra Jón að það sé að lengd millum fjalla um »300 faðma, en á breidd, þegar í vanalegu háflæði stendur, við 60 faðma«, og að sjór gangi yfir það í ofsafylstu vestan-stórveltum. Dufþaks-skor er nú hvergi nefnd, en þeir prestarnir síra Jón Austmann og síra Brynjólfur Jónsson, dr. Kr. Kálund, Brynjúlfur frá Minna-Núpi og nú Sigurður hreppstjóri benda allir á Duffekju í þessu sambandi, enda er augljóst að það nafn er dregið af manns- nafninu, og liklega einmitt einskonar afbökun eða latmæli fyrir nafnið Dufþaks-skor, öldungis eins og bæjarnafnið Dufþekja í Hvol- hreppi, sem er afbökun úr hinu upprunalega bæjarnafni Dufþaks- holt, svo sem bærinn er nefndur í Landnámabók; sbr. ennfr. Flag- velta, bæjarnafn í Landmannahreppi, afbökun úr nafninu Flagbjarnar- holt, Herra í Holtahreppi, fyrir Herríðarhóll. Segir síra Jón svo á bls. 8 í sóknarlýsingu sinni: »Norðan á móti (o: á Heimá- kletti) er ummálsmikil grastó á móbergi, þéttvaxinn af hvönn med rótinni undir, sem adsótt er af múga mans á haustum Þessi stóra tó nefnist Dufþekja, og er svo geysi brött ad vetlingur sem fellur af hendi mans, hrapar, ad sannri sogn, alveg í sjó nidur; yfir sjáfar- máli eru þar annars geysiháir hamrar helst ad nordanverdu, hvar kletturinn er hérumbil */a hærri en ad sunnann. I þessari óttalegu Dufþekju hafa margir aumkunarlega lífid mist, bædi fyr og sídar (N: Hór var þad sem þrællinn Dufþakur hljóp nidur fyrir björg, hvers adur er getid, þegar Ingólfur banadi þrælunum)«. — Jónas Hallgrímsson tekur þetta upp (nema það sem innan sviganna er hjá síra Jóni og hér) með breyttum orðum og bætir þessu við: »Hefir það verið mál manna til forna, að jafnmargir færust í Dufþekju og Jökulsá á Sólheimasandi og kölluðust þær á«. — Sira Brynjólfur kemst svo að orði í sóknarlýsingu sinni, bls. 3—4: »Norðan i móti er Heimaklettur, að kalla má ofan frá efstu brún og og niður í sjó, þverhnýptur, og að mestu graslaus, að frátekinni torfu einni allstórri, er nær frá Hákollum, og hér um bil svo langt niður að nemur 3/4 af allri hæð Heimakletts. Heitir torfa þessi Dufþekja og er mjög líklegt, að hún sé það, sem í Landnámu nefn- ist »Du/þaksskor«, þar Dufþakur þræll »lezt««. Brynjúlfur frá Minna-Núpi og nú einkum Sigurður hreppstjóri benda á ýms önnur örnefni, er munnmæli segja að dregin séu af sira Jóni hefir Jónas aftnr tekið það, er hann segir að Eiðið sé kallað „Eiðið eða Þrœla-eiðiu. Nafnið Þrælaeiði hefir að likindum litt verið notað á síðari öldum.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.