Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Síða 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Síða 19
21 Eiðið lækkað mjög síðan á 9. öld; þá hefir það að líkindum verið breiðara, hærra og með grasi grónum jarðvegi. Nú er það brim- sorfið og blásið. Segir síra Jón að það sé að lengd millum fjalla um »300 faðma, en á breidd, þegar í vanalegu háflæði stendur, við 60 faðma«, og að sjór gangi yfir það í ofsafylstu vestan-stórveltum. Dufþaks-skor er nú hvergi nefnd, en þeir prestarnir síra Jón Austmann og síra Brynjólfur Jónsson, dr. Kr. Kálund, Brynjúlfur frá Minna-Núpi og nú Sigurður hreppstjóri benda allir á Duffekju í þessu sambandi, enda er augljóst að það nafn er dregið af manns- nafninu, og liklega einmitt einskonar afbökun eða latmæli fyrir nafnið Dufþaks-skor, öldungis eins og bæjarnafnið Dufþekja í Hvol- hreppi, sem er afbökun úr hinu upprunalega bæjarnafni Dufþaks- holt, svo sem bærinn er nefndur í Landnámabók; sbr. ennfr. Flag- velta, bæjarnafn í Landmannahreppi, afbökun úr nafninu Flagbjarnar- holt, Herra í Holtahreppi, fyrir Herríðarhóll. Segir síra Jón svo á bls. 8 í sóknarlýsingu sinni: »Norðan á móti (o: á Heimá- kletti) er ummálsmikil grastó á móbergi, þéttvaxinn af hvönn med rótinni undir, sem adsótt er af múga mans á haustum Þessi stóra tó nefnist Dufþekja, og er svo geysi brött ad vetlingur sem fellur af hendi mans, hrapar, ad sannri sogn, alveg í sjó nidur; yfir sjáfar- máli eru þar annars geysiháir hamrar helst ad nordanverdu, hvar kletturinn er hérumbil */a hærri en ad sunnann. I þessari óttalegu Dufþekju hafa margir aumkunarlega lífid mist, bædi fyr og sídar (N: Hór var þad sem þrællinn Dufþakur hljóp nidur fyrir björg, hvers adur er getid, þegar Ingólfur banadi þrælunum)«. — Jónas Hallgrímsson tekur þetta upp (nema það sem innan sviganna er hjá síra Jóni og hér) með breyttum orðum og bætir þessu við: »Hefir það verið mál manna til forna, að jafnmargir færust í Dufþekju og Jökulsá á Sólheimasandi og kölluðust þær á«. — Sira Brynjólfur kemst svo að orði í sóknarlýsingu sinni, bls. 3—4: »Norðan i móti er Heimaklettur, að kalla má ofan frá efstu brún og og niður í sjó, þverhnýptur, og að mestu graslaus, að frátekinni torfu einni allstórri, er nær frá Hákollum, og hér um bil svo langt niður að nemur 3/4 af allri hæð Heimakletts. Heitir torfa þessi Dufþekja og er mjög líklegt, að hún sé það, sem í Landnámu nefn- ist »Du/þaksskor«, þar Dufþakur þræll »lezt««. Brynjúlfur frá Minna-Núpi og nú einkum Sigurður hreppstjóri benda á ýms önnur örnefni, er munnmæli segja að dregin séu af sira Jóni hefir Jónas aftnr tekið það, er hann segir að Eiðið sé kallað „Eiðið eða Þrœla-eiðiu. Nafnið Þrælaeiði hefir að likindum litt verið notað á síðari öldum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.