Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 43
45
menn allir. enn gozit oe skip ílokin keyrdi upp hvervetna«; * *) eitt-
hvað hefir verið af enskum hér þá. Sama sumar sendi hirðstjórinn,
sem þá var Arníinnur Þorsteinsson, (líklega i umboði Arna biskups
Olafssonar, sem þá var hirðstjóri, en fór utan það sumar), lögmenn
og lögréttumenn Eiríki konungi hyllingarbréf, samið á alþingi 1.
júlí, en tjá honum jafnframt út af forboðsbréfi hans um að kaups-
laga-við nokkura útlenzka menn, að eigi hafi þá langa tíma komið
þau sex skip af Noregi árlega, sem réttarbætur gjöra ráð fyrir að
koma skyldi, og hafi konungurinn og landið tekið grófan skaða af
því; segja þeir að þeir hafi því upp á guðs náð og kongsins traust
orðið að kaupslaga við utlenzka menn, sem með friði hafi farið,
en látið refsa duggurum þeim og flskurum, sem reyfað liafi og ófrið
gjört; báðu þeir hann nú skrifa þeim næst hversu þeir mættu bezt-
an frið hafa.2) En svarið kom víst aldrei og skyldan um skipin frá
Noregi varð ekki uppfylt. — Því að ekki var svo vel að verzlunin
væri opin við norðmenn eða aðra þegna konungs ; hún var lokuð
öllum nema þeim, sem keyptu leyfi dýru verði, og hár tollur (sekkja-
gjald) á innfluttum afurðum frá Islaiidi. Norðmönnum heflr því
litist það óaðgengilegt og lítið arðvænlegt að reka verzlun hér. —
Varð þessi verzlunar»pólitík« því öllum hlutaðeigöndum til hins
mesta ógagns, og stórkostlegs skaðræðis landi voru og lýð, sem vit-
anlega varð verst úti fyrir þessar hörðu og heimskulegu ráðstafanir.
Góðir menn og löghlýðnir hafa forðast að eiga hin ólöglegu mök
við oss, en reyfarar og ruslfók reynt að færa sér í nyt neyð vora og
varnarleysi.
Þegar Arnfinnur hirðstjóri kom af alþingi þessu var það eitt af
hans fyrstu verkum að veita tveim kaupmönnum útlenzkum, sem þá
voru komnir i Hafnarfjörð, leyfi til að »kaupa og selja í Vestmanna-
eyjum og um land alt hvar er þeir vilja« og »hafa skip sitt til út-
róðrar þar er þeir vilja í landið«3). — En Arnfinnur fór ekki með
hirðstjóravaldið næsta sumar. Hingað var sendur til landsins sama
sumarið Hannes nokkur Pálsson, danskur rnaður, prestur, kapellan
og þénari Eiríks konungs, svo sem sendiboði og cftirlitsmaður af
kongsins hált'u, sennilega að undirlagi Jóns Hóla-biskups Tófasonar,
sem líka var danskur. Var hann hér um veturinn. Þennan sama
vetur tóku 6 enskir kaupmenn það fyrir, að hafa vetursetu og verzlun
í Vestmannaeyjum, og settu þar upp hús »utan nokkurs mans leyfi«.
*) Isl. ann , 293.
*) isl. fornbrs. IV. b., bls. 268.
*) ísl. fornbrs. IV. b., bls. 269-70.