Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Síða 52
54
mennina. ad þier giorid þeim eeki jslangur eda omak upp frá því
sem uaukumerki er upp sett nema þeir vilie sialfer lofa. allt þeirra
riettarfar eykzt at helminge sem hier erv uanvirter med ordum eda
uerkvm«.
Kaupmennirnir eru síðan ámintir um að viðhafa rétt mál og
engin svik í sínum kaupskap o. s. frv. En klykt er út með klausu
þessari: »Fordumst nu godir menn allann vondskap ok vielar.
uppsteyt eda oroa. helldur sie huer annars uin. ad uielalausu ok
haulldum suo grid ok gamlann landzins sid og sitied j gudz frid«.
Þetta var nú vel meint og vel mælt, og betur að ekki hefði út
af brugðið, svo sem þó oft mun hafa átt sér stað, eins og dæmi
hafa verið sýnd upp á hér að framan og annálar benda til að orðið
hafi enn á næstu öld, svo sem hér mun greint verða. Svo segir
sira Jón Egilsson í Biskupaannálum sínum1): »A dögum biskup
Stefánar (Jónssonar) var slag í Yestmannaeyjum með Engelskum
og Síðumönnum, þar féllu xiiij Éngelskir, og einn prestur af fslenzk-
um, er síra Jón hét, og var kallaður smjörnefur; hann hélt Skarð
í Meðallandi; þá var datum 1514«.
Enn segir Jón Gizurarson í ritgjörð sinni um siðaskiftatímana2):
»Gizur (Sigvaldason langalífs og Þuríðar Einarsdóttur, bróður Björns -
ríka) var í hel sleginn í Vestmannaeyjum af Engelskum, í upphlaupi
þar skeði þeirra í milli. Þeir voru þar allir Sigvaldasynir (Gunnar
og Einar faðir Gizurar biskups), með fleirum öðrum hraustum mönn-
um, ekki þó utan tvær áttærings skipshafnir, i móti mönnum af xiii
engelskum skipum; létu þeir Ensku mest gánga örvadrif af hand-
bogutn, sem í þann tíð var tiðast. íslenzkir gengu fram með grjót
og sín þungu vopn, þar féllu tveir menn aðrir en Gizur, en x Eng-
elskir, svo skildust þeir að skiptum«. Það verður ekki með vissu
séð hvort hér er átt við sama bardagann í báðum þessum frásögn-
um, en líkindi eru þó til þess að svo sé. Er það fyrri frásögnin,
sem Sigurður hreppstjóri á við hér að framan; en þar sem hann
ætlar að mannvirki þau, sem hann getur um, kunni að vera dysjar
frá þessum bardaga 1514, þá mun það naumast geta verið svo,
eins og líka bent hefir verið til áður, að því er snertir mannvirki
þau hin síðustu 2, sem hann getur um. Sigurður sýndi mér sjálfur
öll þessi mannvirki, og hefi eg þá skrifað þetta um hið syðsta þeirra
— hið fyrsta er Sigurður nefnir hér að framan: »All-löngum spöl
sunnar í hrauninu (en haugurinn, sem er fyrir utan og sunnan Herj-
‘) Safn I. b., bls. 45.
*) Safn I. b., bls. 674.