Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Síða 53

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Síða 53
55 jólfsdal) er lík upphækkun, en stærri, og sunnanundir henni er dá- lítið, uppblásið svæði; er i því og upphækkuninni aðflutt grjót. — Austantil við upphækkun þessa er og önnur slík uppblásin grjót- dreif með aðfluttu grjóti. Engar hleðsluleifar sjást hér, og eru helzt líkur til að hér hafl verið dysjar, sem blásið hafl upp að miklu leyti«. — Dálítið járnstykki fann eg þarna, mjög gagntekið af ryði.1) Það lítur jafnvel út fyrir að síra Brynjólfur eigi við þessar dysjar í sóknarlýsingu sinni, þar sem hann kemst svo að orði: »Suður- og framundan Herjólfsdal eru með nokkuru millibili, jarðhólar tveir, æði stórir ummáls, er kallaðir hafa verið »dysjar« ; er það sögn manna, að dysjar þessar eigi að vera frá þeim tíma er »slag varð með Engelskum og Síðumonnum« 1514, eins og segir í Biskupa-annálum Jóns Egilssonar; hafi Enskir, er þar féllu, sem í annálunum segir að hafi verið 14, átt að vera dysjaðir í hinni stærri dysinni, en Islendingar, sem færri hefðu fallið (að vísu er ei nefnd- ur nema einn, sem sé síra Jón Smjörnefur), verið dysjaðir í hinni minni. Fyrir fáum árum síðan hefir verið graflð í báðar þessar svo kölluðu dysjar, en engar menjar fundust, hvorki af mönnum né öðr- um munum«. — En það mun ekki öldungis víst að síra Brynjólfur eigi við þessar upphækkanir suður í hrauninu, sem Sigurður nefnir í sambandi við bardagann 1514. Virðist mér eins líklegt að hann eigi við mannvirki tvö, að því er sýnist, sem eru vestar og nær Kaplagjótu, lágar upphækkanir, er gætu litið út fyrir að vera út- grafnar og uppblásnar dysjar frá miðöldunum. Sennilega hafa þeir Englendingar, er féllu í bardaganum 1514 ekki verið jarðaðir í kirkjugarði, heldur dysjaðir í óvígðri mold, eins og siður var til hér á landi um þess háttar menn útlenda. En íslendingar þeir, er mistu lífíð í viðureign sinni við þá, hafa sjálfsagt verið grafnir í kirkju- garði á heiðarlegan hátt. Englendingar héldu áfram verzlun sinni á Vestmannaeyjum langt fram á 16. öld, unz danir fengu yflrhöndina yfir verzluninni hér aftur. Um 1560 ákærði kaupmaður konungs í Vestmannaeyjum Simon Surbeek að nafni, sjálfan lögmanninn, Pál Vigfússon lög- manns Erlendssonar, fyrir að hann hefði styrkt verzlun englend- inga í eyjunum. Var Páli lögmanni stefnt utan með konungsbréfl 1563 og 1569 og var houum fyrir þessar sakir vikið úr lögmanns- sæti.2) *) Kvarnarsteinn er hér og, i 3 brotnm, en hann er ekki fnllgerður; mun hann vera frá síðari tímnm, eftir kvarnarsmiði 2, sem nú eru dánir fyrir allmörgum árum. s) Safn II. 123.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.