Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Side 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Side 2
2 eg um haustið Guðbrandi (svo sem þjer víst hafið orðið varir við), og beiddi hann að komast eftir, hvort þar ytra væru til nokkrar upp- lýsingar um Þingvöll, en fjekk 13. október1 2 3 * * það svar, að þar væri ekkert til, því máli til upplýsingar. Eg hjelt þá, að enginn hugsaði neitt um það málefni, og fór eg þá um veturinn að rannsaka Þing- völl eftir sögunum*. Vitanlega höfðu margir getið um Þingvöll og alþingishaldið þar í ritum sínum, svo sem sjá má t. d. i Landfr.s. ísl.8, í ferðabók Egg- erts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar (á víð og dreif) o. fl. Tveir —þrir uppdrættir höfðu verið gerðir af Þingvelli; um einn sbr. Ká- lunds Isl. beskr., I., 148, aths.; sá uppdráttur (mynd) er nú i vörzlum Þjóðminjasafnsins; og um annan sjá Ant. Ann. IV., bls., 450 (1827); er það uppdráttur, sem þjóðminjasafni Dana var gefinn 1824, en sá uppdráttur er nú ekki vís. — Sigurður málari hefir og getið þess i skrifum sínum, að Bjarni Thorsteinsson hafi átt mjög lítið kort af Þingvelli, en að lítið muni hafa verið á því að græða. Eins og síðar skal vikið að nánar, lauk Sigurður málari ekki við rannsóknir sínar á Þingvelli eða rit sitt um hann; lá vist starf hans í þá átt mjög lengi niðri, sennilega 10 hin síðustu æviár hans; en ýmsu hafði hann safnað. Síðan hafa ýmsir skrifað um Þingvöll. Einna fyrstur George Webbe Dasent, dálitla ritgerð, með uppdrætti, í I. b. af útleggingu sinni af Njáls-s.8, 1861, bls. cxxiii o. s. frv. Búðatóttunum hefir fæstum verið lýst nokkru sinni greinilega í ritgerðum utn Þingvöll, en upphækkunina á gjárbarminum og mannvirkin á Spönginni, sem eru beint þar austurundan, 300 m. frá, rannsakaði Sigurður Vigfússon nokkuð með grefti og mældi, snemma sumars 1880; eru skýrslur um þær rannsóknir hans hið fyrsta, er ársrit þetta birti (Arb. 1880—81, bls. 8 o. s. frv.), enda gerðar að fyrirlagi Fornleifafjelagsins, sem hafði þá nýlega (8. nóv. 1879) verið stofnað, einmitt til þess fyrst og fremst, að fá fram- kvæmdar þessar og fleiri rannsóknir á Þingvelli. Um leið rannsak- aði S. V. 2 af hinum fornu búðatóttum, þær sem nefndar voru byskupabúð og Njáls-búð, og dálítið hina 3., Snorra-búð. í sam- 1) Brjef Guðbr. Vigfússonar er dags. i K.höfn þann dag; hann kveðst þar ekki þekkja aðra katastasÍ3, en frá tið Sigurðar lögm. (Björnssonar). 2) Sjá einkum I. 187, II. 33, 199. — í Isl. beskr. Kdlunds, I 90—149, er get- ið um ýmislegt, er áður hafi verið ritað um Þingvöll og alþing hið foma. 3) The Story of Burnt Njal, Edinb. 1861. — Dasent talar þar allmikið um fornhúðirnar, hvar hver þeirra hafi verið, og setur nöfnin á uppdráttinn, en ekki verð- ur þó farið hjer ninar út i hvað hann segir um hvað eina.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.