Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Síða 2
2
eg um haustið Guðbrandi (svo sem þjer víst hafið orðið varir við), og
beiddi hann að komast eftir, hvort þar ytra væru til nokkrar upp-
lýsingar um Þingvöll, en fjekk 13. október1 2 3 * * það svar, að þar væri
ekkert til, því máli til upplýsingar. Eg hjelt þá, að enginn hugsaði
neitt um það málefni, og fór eg þá um veturinn að rannsaka Þing-
völl eftir sögunum*.
Vitanlega höfðu margir getið um Þingvöll og alþingishaldið þar
í ritum sínum, svo sem sjá má t. d. i Landfr.s. ísl.8, í ferðabók Egg-
erts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar (á víð og dreif) o. fl. Tveir
—þrir uppdrættir höfðu verið gerðir af Þingvelli; um einn sbr. Ká-
lunds Isl. beskr., I., 148, aths.; sá uppdráttur (mynd) er nú i vörzlum
Þjóðminjasafnsins; og um annan sjá Ant. Ann. IV., bls., 450 (1827); er
það uppdráttur, sem þjóðminjasafni Dana var gefinn 1824, en sá
uppdráttur er nú ekki vís. — Sigurður málari hefir og getið þess i
skrifum sínum, að Bjarni Thorsteinsson hafi átt mjög lítið kort af
Þingvelli, en að lítið muni hafa verið á því að græða.
Eins og síðar skal vikið að nánar, lauk Sigurður málari ekki
við rannsóknir sínar á Þingvelli eða rit sitt um hann; lá vist
starf hans í þá átt mjög lengi niðri, sennilega 10 hin síðustu æviár
hans; en ýmsu hafði hann safnað.
Síðan hafa ýmsir skrifað um Þingvöll. Einna fyrstur George Webbe
Dasent, dálitla ritgerð, með uppdrætti, í I. b. af útleggingu sinni af
Njáls-s.8, 1861, bls. cxxiii o. s. frv.
Búðatóttunum hefir fæstum verið lýst nokkru sinni greinilega
í ritgerðum utn Þingvöll, en upphækkunina á gjárbarminum og
mannvirkin á Spönginni, sem eru beint þar austurundan, 300 m.
frá, rannsakaði Sigurður Vigfússon nokkuð með grefti og mældi,
snemma sumars 1880; eru skýrslur um þær rannsóknir hans hið
fyrsta, er ársrit þetta birti (Arb. 1880—81, bls. 8 o. s. frv.), enda
gerðar að fyrirlagi Fornleifafjelagsins, sem hafði þá nýlega (8. nóv.
1879) verið stofnað, einmitt til þess fyrst og fremst, að fá fram-
kvæmdar þessar og fleiri rannsóknir á Þingvelli. Um leið rannsak-
aði S. V. 2 af hinum fornu búðatóttum, þær sem nefndar voru
byskupabúð og Njáls-búð, og dálítið hina 3., Snorra-búð. í sam-
1) Brjef Guðbr. Vigfússonar er dags. i K.höfn þann dag; hann kveðst þar
ekki þekkja aðra katastasÍ3, en frá tið Sigurðar lögm. (Björnssonar).
2) Sjá einkum I. 187, II. 33, 199. — í Isl. beskr. Kdlunds, I 90—149, er get-
ið um ýmislegt, er áður hafi verið ritað um Þingvöll og alþing hið foma.
3) The Story of Burnt Njal, Edinb. 1861. — Dasent talar þar allmikið um
fornhúðirnar, hvar hver þeirra hafi verið, og setur nöfnin á uppdráttinn, en ekki verð-
ur þó farið hjer ninar út i hvað hann segir um hvað eina.