Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Side 6
6
rad von Maurers, Göttingen 1893. Þrem árum síðar skoðaði D. Bruun
Þingvöll og skýrir í bók siuni, Fortidsminder og Nutidshjem paa
Island, Kh. 1897, nokkuð frá rannsókn S. V. og skoðun hans, sem
hann er þó raunar ekki kunnugri en svo, að hann telur (bls. 202)
S. V. hafa álitið lögberg vera þar sem hleðslan er á gjábarminum
(fyrir norðan Snorra-búð). Á rökfærslur Kálunds minnist hann ekki,
en getur að vísu um 2 af sönnunargögnum hans úr Sturlunga-sögu
og virðist fallast á, að lögberg hafi verið vestan ár, og þykir senni-
legt, að það hafi verið þar sem hleðslan er, eða að minsta kosti
þar í nánd á gjárbarminum lægri. Dr. Björn M. Olsen var með
honum á Þingvelli og athuguðu þeir að nýju það sem B. M. O.
hafði áður (1880) veitt eftirtekt og tekið fram í ritgerð sinni um
lögberg, hve glögt heyrist niður- og út-um þingstaðinn mál þess, er
talar á upphleðslunni, þar eð lægri gjárbarmurinn er svo miklu
hærri en flatneskjan fyrir neðan og gjárhamarinn vestri þó enn
miklu hærri og hrindir frá sjer hljóðinu til áheyrandanna.
Vegna ummæla Vilhj. Finsens einkum, sem ekki vildi fallast á
skoðun þeirra Guðbrands og Kálunds um lögberg, skrifaði hinn síð-
astnefndi ritgerð að nýju um lögberg í Aarb. f. nord. Oldkh. og Hist.
1899, bls. 1.—18. Hjelt hann þar fram sömu skoðun og áður um
lögberg, tíndi fram öll gögn sín og annara, gerði grein fyrir hvað
komið hafði fram um málið síðan 1877 o. s. frv., kvað lögberg hafa
verið vestan ár á gjábakkanum lægri, nærri hinni fornu Hlaðbúð
og skamt frá veginum, sem er í skarðinu inn í Almannagjá, hjá
Snorra-búð; ef ekki á þeim stað, sem Jón Olafsson áleit, þar sem
hleðslan er, þá sennilegast á næstu hraunbungunni fyrir sunnan
veginn. — Það verður þá litla hraunbungan rjett sunnan við götuna.
Árið 1905 kom út fornritasafnið Origines lslandicae í Oxford og
á bls. 334—38 í I. b. er ritgerð, með korti, um Þingvöll, líklega
eftir Guðbrand Vigfússon, sem var annar útgefandinn. Þar er því
haldið fram, að lögrjettan hafi í fornöld verið þar hjá, sem byskupa-
búð er nú kölluð, rjett fyrir vestan traðirnar, nyrzt milli þeirra og
árinnar, og að lögberg hafi, í likingu við fyrirkomulagið á Þingvelli
(Tinwald) á eynni Mön, verið í hávestur frá lögrjettu Er þetta skýrt
á kortinu, sem fylgir með ritgerðinni, og verður lögberg eftir þess-
ari kenningu á gjárbarminum lægri suður á móts við Miðaftans-
drang á vestri gjárbarminum. Verður vikið að þessu síðar.
Tveim árum eftir að Origines komu út með þessari grein Guð
brands, — sem enginn gerðist til að andmæla nje samþykkja opin-
berlega, svo mjer sje kunnugt, kom út Forer — »i anledning af
Hs. Maj. kongens og de danske rigsdagsmænds besog i aaret 1907«.