Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 8
8
bilinu. Viðvíkjandi því, hvar Jögberg haíi verið, ljet jeg þá skoðun
í ljós, að allar líkur væru til, að það hafi verið á lægri gjárbarm-
inum, upp undan lögrjettu, þar sem hún var á 17. og 18. öldinni,
og átti jeg við hleðsluna þar1.
I 88. árg. Skírnis kom því næst, 1914, grein eftir Finn Jónsson
á Kjörseyri, um hvar verið hafi lögberg hið forna. Snerist hún
eingöngu á móti ritgerð Björns M. Olsens í German. Abhandl.; and-
mælir höf. benni mjög nákvæmlega og reynir að hnekkja þeira
sönnunargögnum, sem B. M. 0. (og þeir Guðbrandur og Kálund)
höfðu látið sannfærast af. Af því að þetta eru einu verulegu and-
mælin, sem fram hafa komið síðan skoðun Guðbrands og annara
kom fram, um að lögberg hafi ekki verið á Spönginni, verða þau
tekin hjer til nokkurrar íhugunar. Próf. B. M. 0. mun ekki hafa
reynt að verja ritgerð sína gegn þeim, heldur látið hvern dæma, er
vildi, um þau gögn, er voru fram komin af beggja hálfu.
Loks skal hjer getið mjög fróðlegrar ritgerðar framan við I. b.
af Alþingisbókum íslands, Rvik, 1912—14, bls. XXII.—XCIV; er það
»söguágrip alþingis hins forna*, eftir próf. Einar Arnórsson. Viðv.
lögbergi sbr. einkum bls. LXXVI-LXXVIII.
II. Búöaleifarnar.
í mörgum af fornsögum vorum og Sturlunga-sögu eru nefndar
ýmsar búðir á Þingvelli, sumar austan ár, en aðrar vestan. Um
enga þeirra er neins staðar tekið fram nákvæmlega, hvar hún hafi
verið, svo nákvæmlega, að nú sje hægt að benda á staðinn, t. d. á
búðartótt þar nú. Þó hefir Sigurður málari GuðmundssoD, eins og
áður var drepið á, reynt að gera það í riti sínu um Þingvöll, bls.
9—27 (»búðir, eldri en Sturlunga tíð«) og 28—35 (»búðir Sturlunga«);
reynir hanu að ákveða, hvar búðirnar hafi verið, af frásögnunum,
en einkum af katastasis Sigurðar lögmanns Björnssonar. Á upp-
drætti sínum setur hann búðirnar með hinum fornu nöfnum, bæði
þar sem nú sjást tóttir og þar sem nú verður á engan hátt sjeð, að
búðir hafi nokkru sinni verið bygðar. — Björn Gunnlögsson setti
einnig samkvæmt katastasis Sigurðar Björnssonar, og líklega nokkuð
1) Sama ljet jeg og í ljós i fyrirlestrum um Þingvöll og þÍDgstörfin, er jeg
hjelt um líkt leyti í Reykjavtk, og i fyrirlestrum þeim, sem jeg hefi siðan flutt á
sjálfum þingstaðnum. Sbr. Alþb. ísl. I., hls. LXXVI.