Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Qupperneq 17
17
2. Sú búð er lítið eitt vestar og sunnar en 1., búð Lýðs, vest-
anvið akveginn í gjánni, eins og áður var tekið fram; allar hinar
gjábúðirnar eru austanvið veginn. — Veggir eru mjög glöggir og
hornin einkum há. Snýr sem gjáin. Dyr á miðjum austurhliðvegg,
br. 70 cm. Búðin er 7 m. að 1. og 4,30 m. að br. að utanmáli,
en 4,30 og 1,70 að innan. Virðist hafa verið lengri, náð lengra
norður áður, en gafihlaðið fært um 1,50 m. inn. — Björn Glunn-
lögsson segir þetta vera búð Jóns Helgasonar, — »sýslumanns í
(S)kaftaf(ellssýslu)« bætir Sigurður málari við á sínum uppdrætti.
Jón var sýslumaður í Austur-Skaftafellssýslu á sama tíma og Lýður
var sýslumaður í vestursýslunni, 1759—1798 (1799), dó 17. sept.
18091 2. — Hver eða hverir hjer haíi haft búð áður er óvíst, en líklegt
er, að það hafi verið fyrirrennari Jóns í embættinu einhver eða fleiri*.
3. Hún er 13 m. sunnar, austanvið akveginn. Veggir allir
glöggir, einkum vestur-gaflhlað. Hún snýr þversum í gjánni. Dyr
eru á suðurhlið, nær miðju, 60 cm. að br3. Hún er 7 m. að 1. og
4 að br. að utanmáli, en 4,20 m og 1,70 m. að innanmáli nú. —
Björn Gunnlögsson segir þetta vera búð Magnúsar Ketilssonar; sömu-
leiðis S. Gr. — Magnús var sýslumaður í Dalasýslu 1754—1803, dó
18. júlí það ár4. Að líkindum hefir hann bygt búð þessa og verið
þá hinn eini, sem hana hefir notað.
4. Sú búð er 10 m. sunnar; snýr langsum. Veggir eru glögg-
ir, en nokkru meira vallgrónir heldur en á 1.—3. Dyr eru á aust-
ur-hliðvegg, nær miðjum, og er hjer beint á móti þeim skarð, kall-
að (fyrrum) Kross-skarð, í gjárbarminn lægri; má vel ganga hjer
upp og niður hallinn, frá lögrjettunni og að henni; var hún þar
niðurundan, nokkru sunnar við ána, sem síðar skal skýrt nánar frá.
Hafa búðir þessar 4 án efa verið bygðar hjer vegna þess að þetta
skarð var hjer, og þessi mun þeirra fyrst hafa verið bygð, eða sú
búð, er fyrst var bygð á þessu búðarstæði5. — Búðirnar 12.—13.
eru hjer beint niðurundan að kalla. — Þessi búð er nú 9,20
1) Um harm sjá Sýslum -œfir IV., bls. 635—38. Dóttursonardætrabörn hans
eru Björgvin sýslum. Yigtússon á Bfra-Hvoli og kona hans, Ragnheiður Einarsdóttir.
2) S. Gr. setur háðar þessar húðir, 1. og 2., mjög nálægt Drekkingarhyl á sín-
um uppdrætti. Milli 2. og hylsins markar hann með smádeplnm örmul búðar.
8) Sennilega eru húðardyrnar allar eða flestar gengnar saman.
4) Um hann sjá m. a. Sýslum.œfir II. b., hls. 718—33. Hann var ættfaðir
Skarðverja.
5) Um þetta skarð er í katastasis frá 1700 þetta: »Krossskard: hvar i ford-
um stöd v'igdur kross (eirn eda tveir) er upp undan Lógrettune, næsta skard fyrer
nordan Snorrahud; hæd krossins var epter hæd Olafs k[onnngs] Tryggvasonar og
Hiallta Skeggiasonar“. — Yegna þessa hafa þeir Björn og Sigurður málari sett
2