Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Qupperneq 20
20
máli, en austur-gaflhlað er að utan mjög bygt uppvið hallann inn-
anvið skarðið, og vestur-gaflhlað er bogamyndað að utan nú. Að
innan er tóttin öll glögg, ferhyrnd, 1. 2,70 m., br. 1,40 m.
Ekki greinir S. G. á uppdrætti sínum, hver haft hafl þessa búð
á síðari tímum, en hann hefir markað hjer umhverfis hana geysi-
stóra búð, langsum, er hann gizkar á, að hafl verið »Gests Oddleifs-
sonar búð(?)«, ‘og aðra markar hann óglögga vestanvið þessa, öllu
meiri, og gizkar á að þar hafi staðið búð »Steinþórs á eyri(?)«. Sbr.
útgáfuna af uppdrættinum aftanvið Alþst. og skrána með (1.—2); í
ritgerðinni gerir hann grein fyrir fyrri ágizkunni að eins (bls. 18).
6 Hún er rjett fyrir sunnan skarðið. Snýr langsum. Dyr
eru á vestur hliðvegg miðjum og saman fallnar. Austur hliðveggur
nokkuð útflattur; annars er tóttin fremur glögg. Ytri hleðslan á
norður-gaflhlaðinu verður þó ekki fyllilega ákveðin. L. 8,20, br.
4,20 m. að utanmáli, en að innan er 1. 4,80 m. og br. um 1,60 m.
Búðin er mörkuð á uppdrættina, en þess er hvergi getið, hver
hana hafi notað.
7. a. 50 m. sunnar í gjánni er grjóthleðsla á tvo vegu við
bergskúta þann í gjárbarminum eystri, sem kallaður er (eða var)
Sönghellir, sbr. uppdrátt B. G. og útgáfu hans í ísl. beskr. (við bls.
92—93). S. G. hefir ekki markað hann á sinn uppdrátt, en hann
getur um hann (á bls. 56) í ritgerð sinni þannig: »Sönghellir í Al-
manuagjá hefir nafn sitt af því, að þegar stúdentar frá Hólum og
Skálholti hittust á Þingvelli, þá reyndu þeir sig i söng í Sönghelli,
en glímdu í Almannagjá (eftir sögn doctors Schevings 1861).«4
— Hleðslan er að sumu leyti vestur-hliðveggur, 3,80 ra. að 1., að
Bumu leyti suðurgaflhlað, 2. m. Mátti vel tjalda hjer inn yfir berg-
ið og gera allgott skýli.
7- b. Rjett við, að sunnanverðu, er önnur óregluleg hleðsla
á 2 vegu undir berginu og virðast þar vera leifar af öðru smá-
byrgi, 3,50X1.50 m. að innanmáli. Mannvirkjaleifar þessar munu
vera frá síðari tímum, en kunna að hafa staðið í sambandi við
þinghaldið, þannig að þessi hreysi hafi verið notuð af einhverjum,
er vildu dvelja á Þingvelli meðan alþingi stóð yfir.
Fleiri búðir sjást nú ekki hjer í gjánni.
4) Á lausan miða hefir S. Gr skrifað: »Menn áttu að hafa sungið uppí Al-
mannagjá, i Sönghelli. Þar var eldstó í skúta. — Sögn Ásgeirs eftir sjera Birni.
Samanber rit Tómasar Sssmundssonar — og sögn Schevings« (3 síðustu orðunum
hætt við siðar með blýanti). Ásgeir mun vera Asgeir Einarsson á Þingeyrum, og
sjera Björn er víst sjera Björn Pálsson (d. 1846), er var prestur á Þingvöllum
1828—44. Rit T. S. er ritgj. um „alþing“ (þrjár ritg., Kh. 1811; sjá bls. 87).