Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Side 22
22
hann Snorra-búð, eins og honum sýndist mannvirki þetta vera; segir
að lokum: »Þá búð tjaldaði síðast Magnús lögmaður Olafsson, og
síðast var hún höfð fyrir stekk*. — flann nefnir hana »Virkisbúð
eður búð Snorra goða«. — Kálund ritar um Snorra-búð á bls. 103—
104 í Isl. beskr., I. b., og getur þess, að sagt sje í yfirliti einu yfir
fornleifar á Islandi, er muni samið af Finni próf. Magnússyni, að
Snorra-búð hafi tilheyrt og verið notuð af Magnúsi lögmanni Olafs-
syni, sem var einmitt faðir Finns. — S. V. rannsakaði nokkuð þetta
mannvirki og er skýrsla um þá rannsókn í Árb. 1880—81, bls. 17
—18. Lætur hann þess þar jafnframt getið, að það sje ætlun sín,
að Snorra-búð sje hin sama og virkisbúð i Njáls-sögu, en Hlaðbúð
hyggur hann hafi verið alt annað; Kál. hafði, eins og áður er tekið
fram, álitið að Hlaðbúð hafi verið sama búðin og Snorra-búð. Þessa
skoðun sína og álit Kálunds ræddi S V. frekar um á bls. 45—49 í
sömu árbók; skal brátt vikið nánar að þessum atriðum, en fyrst
rætt um þá »Snorrabúð«, sem nú er hjer, dálítið frekar. — S. V.
tekur það fram (bls. 49) eins og allir hinir, sem áður voru nefndir,
að Magnús lögmaður Olafsson hafi tjaldað »hana seinast það menn
vita með vissu«; hann segir að hún hafi »verið brúkuð alt fram á
daga M. lögm. 01.« og að hún hafi seinast verið höfð fyrir stekk.
Ennfremur segir hann, að hún hafi þá verið höfð fyrir stekk, »er
vegurinn var lagður ofan úr Almannagjá fyrst og Kárastaðastígur
gjörður fær«.
í búðaskipuninni frá 1700 er sagt svo: »Snorra Goda bud var
i vestara skardenu nordan til vid reidgótu upp i almannagia ad
Kárastadastyg*. A 3 öðrum stöðum nefnir þessi búðaskipun þessa
búð. Þessi frásögn kemur öldungis heim við munnmælin um Snorra-
búð nú eða þetta nafn á þessari búð. Af þeim má ennfremur sjá,
að reiðgata hefir þarna verið um 1700 og sennilega verið riðið upp
og ofan Kárastaðastíg þá, en S V. á við þá umbót á stígnum, sem
gerð var um 1830, er hann var gerður klyffær: »var forgangsmað-
ur þess, með púðursprengingum, bóndi og smiður Ofeigur Jónsson á
Heiðarbæ«>. Enda á víst Eggert Olafsson við þennan stíg og ekki
Langastíg, fyrir norðan efri fossinn, þar sem hann segir svo í ferða-
bók sinni (á bls. 929): »Den slette Mark i Almannagiaa er viidest
liige for Althinget, og derfor er den fuld med Tælter og Boder for
Althings-Folkene. öxeraa styrtes ned i og igiennem Kloften, kort
G. skrifað við Snorra-búð: »Magnús Olafsson, lögmaðnr 1791—99; (sögn Bjarna amt-
manns Thorst.)«.
1) Sbr. brjef Einars prúfasts Einarsens í Stafholti 22. sept. 1863 til S. Gh,
prentað hjer á eftir.