Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 23
23
herfra, og den alfare Vei, ned i den, er en farlig Stie, med mange
Steentrapper, hvor de Reisende maae klavre til Fods og lade Hest-
ene springe op og ned«h
En hvað því viðvíkur, að Snorra-búð hafi verið höfð fyrir stekk,
eftir að alþingishaldið lagðist niður, eða »síðast« (S. G.) — »seinast«
eða um 1830 (S. V.), þá er það líklega nokkuð hæpið.
Raunar segir Jónas Hallgrímsson í kvæðinu Island, sem prentað
var í Fjölni, 1. árg., 1835: »Nú er hún Snorrabúð stekkur«. Á
þeim orðum munu þeir Sigurðarnir hafa bygt ummæli sín. Útlit
tóttanna 8.-9. er þannig, að eðlilegt er, að menn álíti að þær sjeu
stekkjarrúst, og Jónas gat því vel komist þannig að orði, þótt búð-
in væri ekki notuð fyrir stekk einmitt á þeim tíma er hann orkti
kvæðið; en munnmælin um, að hún haíi verið höfð fyrir stekk, hafa
getað myndast vegna þess, hve líkar tóttirnar voru stekkjartóttum.
Hins vegar er það ekki alls kostar líklegt, að Snorra-búð hafi í
rauninni nokkru sinni verið höfð fyrir stekk, eða að þessar tóttir
sjeu stekkjartóttir; tóttirnar eru í sjálfu sjer þannig lagaðar: engar
dyr eða smuga virðist hafa verið í milli þeirra, en glöggar eða víð-
ar dyr úr hinni minni, sem hefði átt að vera lambakróin; og tóttirn-
ar eru á þeim stað, að ólíklegt er, að þær hafi verið stekkur. Þing-
valla-stekkur er uppi í Stekkjargjá svo nefndri, sem er tilheyrandi
Almannagjá, fyrir norðan efri fossinn (öxarárfoss); og þar hefir hann
víst verið oftast nær alla síðustu öld. Einar próf. Einarsen í Staf-
holti, var prestur á Þingvöllum 1822—28, og í brjefi því til S. G.,
sem áður var nefnt, svarar hann þessari spurningu S. G.: »Hvar
1) S. G. hefir einhvertima nm 1860 farið suður að G-örðum á Álftanesi og átt
tal við Árna byskup Helgason um sitt hvað á Þingvelli fyrrum. Hefir hann þá ritað
þetta m. a. á blað eitt, sem enn er til i safni hans til ritgerðarinnar um Þingvöll:
»Sjera Arni í Görðum kom á Þingvöll um 1792.-----------Þá mátti riða ofan Kárastaða-
*tíg, eða að minnsta kosti vel teyma þar ofan hesta lausa, en káfort urðu menn að
taka ofan Stígurinn var gerður í stand árið, sem Friðrik prins kom hingað(?),
eitthvað* *. — Friðrik prins (síðar Friðrik VII.) kom hingað sumarið 1834. — Hvort
Kárastaðastigur hefir verið endurbœttnr nokkuð eftir þetta og þangað til núverandi
akvegur var gerður þar, 1896, um það er mjer ekki kunnugt. En þegar þessi síð-
asti vegur var gerður, var stígnum breytt stórkostlega; gjáin vikkuð afarmikið og
hlaðinn mjög af hallinn mikli með háum vegi. Enn má þó sjá hversu stígurinn hefir
verið efst og neðst í gjánni, og mynd er af honnm í myndasafninu, sem fylgir ferða-
bók P. Gaimards (I. 31). Hjá Snorrabúð, í skarðinu og niður hölknið, ofan að ánni, er
nú svipaður vegur eins og er neðan undir Kárastíg og sennilega frá sama tíma; við
þann veg á S. V. líklega. I árkvislunnm eystri sjer ennfremur leifar af svipnðum
vegi, og jafnvel vottar fyrir steinaröðum á hrauninu austan við vellina og norðnr frá
ánni, sem hafa átt að afmarka veginn, en lítið hefir verið farið þar, heldur um
vellina.