Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Side 24
24
var stekkurinn hafður í yðar tíð, eða hvar vitið þjer til að hann
hafi verið hafður, að menn viti til?« — þannig: »í Þingvalla-rjett,
sem liggur til vinstri handar vegarins, sem farinn er um skarðið
(»Kross-skarð«) til Langastígs, undir vestari barmi Almannagjár,
fyrir norðan hærri fossinn öxarár, í Almannagjá*. — Raunar segir
S. G. samt í Alþst. bls. 20, að um 1830 hafi verið hlaðinn stekkur
skamt fyrir norðan ána, þar sem hún kemur ofan úr gjánni, í gamla
búðartótt, sem hann ætlar vera þar austanundir hallinum. Sbr.
uppdráttinn (54). Okunnugt er mjer um, hvaðan S. G. hefir haft
þetta, en það mun nokkuð hæpið. Enda segir S. G. sjálfur á bls.
43 í sama riti, að stekkurinn sje í Almannagjá enn i dag, og hafi
þar verið svo lengi menn hafi sögur af. Skal vikið síðar að þessu,
er getið verður þessa gamla mannvirkis, sem hjer er.
En nú er aðgætandi að Snorrabúð er ekki og hefur varla
verið um 1830 í Þingvalla-landi, heldur Brúsastaða; öxará ræður
mörkum og ekki Almannagjá, sem þó hefði sýnst eðlilegast og var
fyrrum. Snorra-búð hefði því átt að vera Brúsastaða-stekkur. En
harla ólíklegt mun flestum kunnugum þar þykja það, að nokkur
ábúandi á Brúsastöðum hafi farið að taka upp á því, að hafa
stekkinn þarna, og enginn veit líkindi til þess, önnur en þá þessi
munnmæli, að Snorra-búð hafi eftir kvæði Jónasar verið stekkur er
hann kvað það. — Því miður spurði S. G. Einar prófast ekki
beinlínis um það, hvort hann vissi til, að Snorra búð hefði nokkru
sinni verið höfð fyrir stekk. I brjefi sínu kveðst sjera Einar muna
eftir »Snorrabúð, goða, í skarðinu þar sem vegurinn liggur upp í
Almannagjá, að austan*. Sennilega hefði hann látið þess getið,
hefði hún verið stekkur í hans tíð á Þingvöllum; en hann fór
þaðan raunar nokkrum árum áður en Jónas orkti kvæðið.
Brúsastaða-stekkur er nokkru fyrir norðan bæinn þar, vestantil
við öxará, og ætla menn, að hann hafi verið þar lengi. Er þangað
hæfilegur stekkjarvegur frá bænum, en fáheyrt að hafa stekk svo
langan veg frá bæ sem frá Brúsastöðum niður í Almannagjá.
Hvað þvi viðvíkur, sem S. V. segir, að Snorrabúð hafi »verið
brúkuð alt fram á daga Magnúsar lögmanns Ólafssonar*, þá kemur
það ekki heim við það er segir í búðaskipuninni frá 1735 :
Snorra Bud stendur þar, hun adur staded hefur; hana hygde
upp Lögmadurenn sal. Sigurdur Biórnsson fyrstur; nu heldur hana
Sigurður Sigurdsson syslumadur i Arnessþinget. Eftir því, er dr.
Jón Þorkelsson segir um þessar búðaskipanir (Árb. 87,43—47), er
þetta víst öldungis ábyggileg frásögn, og hún er í alla staði skýr.
— Sigurður Björnsson var landþingsskrifari 1670—1677, en þá varð