Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Síða 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Síða 27
27 annar endi fylkingarinnar hafi verið við Hlaðbúð, eins og sagt er beinum orðum; öllum kemur þeim saman um að norðurendi fylk- ingarinnar hafi verið við Snorra eigin búð. Kál. álítur hana Hlað- búð, S. V. (og S. G.) álítur að svo hafi ekki verið, og því hljóti Hlaðbúð að hafa verið, eftir frásögninni um fylkinguna að dæma, einmitt sunnanmegin skarðsins, suðurendi fylkingarinnar við Hlað- búð. Kál. virðist skilja orðin »fyrir neðan Almannagjá, millum og Hlaðbúðar* að því leyti rjett, að þar er átt við biiið millum Hlað- búðar og Almannagjár, fyrir neðan gjána, en ekki eitthvað bil fyrir neðan Almannagjá milli Hlaðbúðar og annarar búðar eða einhvers annars en Almannagjár. Nú stendur Snorrabúð nær alveg við gjána; sje hjer um lengd eða breidd fylkingarinnar að ræða, og svo virðist vera, en ekki þykt (»hæð«), virðist óeðlilegt að tala um að fylkja milli þessarar búðar og gjárinnar og eiga þó við langa fylking yflr skarðið, fylking, sem þá hefir liaft svipaða stefnu og gjáin. Þetta sjest, ef litið er á uppdrátt af staðnum, og þó bezt á staðnum sjálf- um. Það virðist óeðlilegt samkvæmt orðum Njáls-s. um fylkinguna, að líta svo á, að suður-endi hennar hafi verið við gjána og hinn við Snorra-búð, því að þá hefðu þeir báðir og hún öll verið við gjána, og það er ólíklegt samkvæmt afstöðu fylkingarinnar við flokk þann, sem henni var fylkt á móti, að hún hafi verið með suður- endann við gjáua, en hinn við búð (Hlaðbúð), sem hafl þá ekki staðið við gjána, heldur eitthvað frá henni. Það hefði ekki verið komist þannig að orði í Njáls-s., hefði fylkingin verið yfir þvert skarðið, samhliða gjánni og við hana. Eftir orðunum sýnist fylk- ingin hafa verið á ská í skarðinu, beint frá norðri til suðurs, fyrir neðan Almannagjá, með norðurendann við gjána og með suðurend- ann eftir því við — Hlaðbúð; og þannig var líka eðlilegast að hafa hana afstöðunnar vegna við flokk þeirra Flosa, sem stefndi austan frá lögrjettunni (flmtardóminum) í skarðið1. Jeg fyrir mitt leyti verð því að líta svo á, að höfundur Njáls-s. hafi ekki álitið Hlaðbúð vera »búð Snorra goða«, enda ólíklegt, að hann hefði hvergi látið það koma fram, hefði hann álitið það. Hann hefir sjálfsagt verið kunn- ugur á Þingvelli og vitað vel um Hlaðbúð þá, er Sturlunga-s nefnir, að hún fylgdi Snorrunga-goðorði, sem kent var við Snorra goða og afkomendur hans, að deilt var um það goðorð og að notkun búðar- innar þá stóð í mjög nánu sambandi við þær deilur. Jafnframt er það óhugsandi, að hann eigi við nokkra aðra Hlaðbúð en þá sömu, 1) S. Y. virðÍ8t og, eftir því hvar hann setnr Hlaðbáð á ntgáfn sína af npp- drætti B. ö., einmitt hafa haft í huga þessa eða svipaða stefnn á fylkingunni, en jeg ætla, að hann hafi sett Hlaðbúð fjær Snorra-búð en skyldi. L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.