Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Síða 29
29
kæmist »að þeirri niðurstöðu, að hjer hafi verið hleðsla, hversu
mjög sem hún er nú úr laginu gengin«. Jeg ætla að Virkisbúð
kunni að hafa verið hjer, eða þá einhver önnur búð, t. d. sverð-
skriðabúðin, sem getið er í sömu frásögninni og Virkisbúð. En göm-
ul búðatótt hjer, og aðrar fyrir sunnan veginn, hafa allar verið
tættar sundur á síðari timum við bygging annara búða og enn síð-
ar vegargerðina.
Hvað það snertir, að Mýramannabúð hafi verið með virki og
kunni því að hafa verið Virkisbúð þessi (Isl. beskr. I. 107) þá verð-
ur ekkert um það fullyrt, annað en það, að það er ólíklegt, að höf-
undur Njáls-s. hafi nefnt þá búð Virkisbúð, sem höf. Bandam.s.
nefndi Mýramannabúð. Það sýnist yfirleitt ósennilegt, að nokkur
þessara fornu búða hafi á sama tima gengið undir fieiri nöfnum
en einu.
10 Hm 2,50 m. fyrir norðan þessar tóttir (8. og 9.) virðist
vera smátótt, gerð að nokkru leyti af náttúrunnar völdum. Hún er
ferhyrnd að innan, um 1,70 m. á hvorn veg. Dyr virðast hafa
verið við suðausturhornið, syðst á þeim veggnum, er að ánni veit.
Þeir B. G. og S. Gf. hafa báðir markað þessa tótt á uppdrætti sina.
Ovíst er hverir notað hafi þetta byrgi eða til hvers; getur verið,
að það hafi til einhvers verið haft af þeim er tjölduðu Snorra-búð.
Fleiri búðatóttir sjást nú ekki i skarðinu, en af því er nú hefir
verið sagt um Hlaðbúð, Virkisbúð og »búð sverðskriða nakkvars«,
sem allar eru nefndar í námunda við búð Snorra goða í frásögninni
í Njáls-s. (145. k.) um bardagann á brennumálaþinginu, má sjá, að
þær þrjár búðir hafa verið á þessu svæði, í skarðinu eða niður-
undan því (austan og suð-austan við það). Ennfremur hefir verið
skýrt nokkuð frá því, hvar þeir Sigurðarnir og Kálund hafa álitið
að Hlaðbúð og Virkisbúð hafi staðið, og hvar á uppdrættina þeir
hafa markað þær. í rauninni er það utanvið það verkefni, sem
hjer er tekið fyrir, að setja fram ágizkanir um, hvar hafi verið ýms-
ar fornmannabúðir, sem nefndar eru, en engin munnmæli eða skrif,
sem mark sje takandi á, nje tóttarleifar, svo menn viti, benda til
hvar hafi staðið. Vegna þeirra skoðana, sem látnar hafa verið í
Ijós áður viðvikjandi Hlaðbúð og Virkisbúð, hefir hjer þó verið vik-
ið að því nokkrum orðum, hvar þær hafi staðið, hjer um bil, en að
ákveða það með nokkurri nákvæmni sýnist ógerlegt. A þessu svæði,
suðaustanvið skarðið sjálft og að nokkru leyti uppi í því, er allmik-
ill jarðvegur og svo að sjá sem þar sje sundraðar mannvirkjaleifar,
en í öllu því kargaþýfi verður ekkert tóttarbrot greint nú. Búða-
Bkipunin frá 1700 nefnir eina búð hjer: »Á hölnum sunnan til vid