Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Síða 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Síða 31
31 katastasis1, og S. G. »Flosabúð?*, en á bls. 25 í riti sínu, Alþst.,. segir hann að líklega hafi aldrei verið nein Flosabúð þarna. — I rauninni verður ekkert sagt um það með vissu, hvort Flosi hafi haft hjer búð eða ekki, en líkur eru til að einhverjar búðarleifar hafi fyrrum sjest hjer, betur en nú. Enn norðar og nær ánni, þar sem hún hafði grafið sig allmik- ið niður, hefir S. G. markað óljosa tótt á sinn uppdrátt, sbr. útgáf- una aftanvið Alþst. Þar sáust engin merki til nokkurs slíks á síð- ustu árum og nú hefir verið ekið hjer yfir möl, svo sem áður var sagt. 11. Nyrzta tóttin, er nú verður vel greind undir hallinum, sunnan fossins eða vestan árinnar, er um 78 m. suður frá grjótinu framundan fossinum. Hún er nú orðin óglögg; virðist efni hafa verið tekið úr henni í næstu búð. Snýr langsum og var austur- hliðveggur yzt á bakka þeirrar smákvíslar, er rann hjer, en nú hefir verið af tekin; er sá veggur einna gleggstur, og norður gaflhlaðið, en fyrir vestur-hliðvegg sjer að eins nyrzt og suður-gaflhlað er vafa- samt. Fyrir dyrum sjest ekki með vissu; þær sýnast nú hafa ver- ið austast í suðurenda, við hornið, en þó öllu heldur og að líkindum verið á miðjum austur-hlíðvegg. L. 8,80 m., br. 3,40 m. að utan- máli, 6,70 og 1,70 að innanmáli. Hún er mörkuð á uppdrátt B, G., en ekki herforingjaráðsuppdráttinn. S. G. hefir og markað hana á sinn uppdrátt, en of nærri fossinum, eins og allar þessar nyrztu búðir undir hallinum, sbr. útgáfuna í Alþst2. Hann gizkar á (bls. 19—20) að hjer hafi í fornöld verið búð Víga-Skútu og Arnórs úr Reykjahlíð, og næsta búð sunnanvið hafi verið búð Þorgeirs Þóris- sonar. Setur S. G. þetta að eins eftir því er segir í 25. kap. Reyk- dæla-s 3, þar sem sagt er »at búðir þeira standa hit næsta fyri vest- an á«, þ. e. »hit næsta« hvor annari, en ekkert er sagt, hvar fyrir vestan á þær hafi verið, og ræður S. G. það einungis af því, að Ljósvetnínga-búð er í katastasis frá 1700 talin hafa verið hjer skamt frá (sbr. 14), að þessar aðrar búðir Þingeyinga hafi einnig verið hjer. En á þessu er raunar ekkert byggjandi. Að telja nyrðri búð- ina af þessum tveim (11. og 12.) búð þeirra Víga-Skútu og hina syðri Þorgeirs, er út af fyrir sig óeðlilegt, samkvæmt frásögninni i Reykd.-s. Þar segir, að þeir Þorgeir skyldu hafa (og hafi haft) 1) í katastasis stendar nefnilega siðar: „Flose hafde adnr bud fyrer anstan ana“ o. s. frv. 2) S. G. markar dyr á suður gafli, þar sem mjer einnig sýnist helst votta fyrir þeim, en B. G. markar þær á miðjum austur-hliðvegg. 3) íslenzkar fornsögur, Heykdœla og Valla-Ljóts-saga, hls. 124.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.