Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 32
32 »búðartópt Skútu fyrir gang um sumarit*, er Skúta tjaldaði hana ekki. Er varla ástæða til að skilja það á annan veg en svo, að þeir Þorgeir hafi lagt leið sína í gegnum tóttina. En nú áttu þeir að líkindum enga leið norður frá búð sinni, heldur suður, til ann- ara búða, til lögbergs og til brúar; svo að eðlilegra hefði þá verið að gizka á, að Þorgeir hefði haft nyrðri búðina, en Skúta hina syðri. — Búðartótt þessi er mjög fornleg, hefir sennilega ekki verið notuð síðustu aldirnar. Sjálfsagt hafa allar tóttirnar undir hallinum eyðst nokkuð af vatnsrennsli ofan úr honum, og er því eðlilegt að þær sjeu nú mjög lágar og lítilmótlegar. 12- Rjett við suðurendann á 11., dálítið fjær kvíslarfarvegin- um og stefnir dálítið meira til vesturs eða nær hallinum við suður- endann. Veggir eru mjög glöggir og all-háir upp frá tóttarbotni. Snýr langsum. Dyr á austur-hliðvegg miðjum. Vestur-hliðveggur hverfur mjög i hallinn og rennur saman við hann. Hleðslur allar utan og innan fremur óskýrar orðnar. L. ca. 11. m., br. ca. 4,50 m. að utanmáli, en að innan ca, 7,50 og 2,50 m., en þess ber að geta, að vestur-hliðveggur er fallinn mjög inn í tóttina. Um ágizkun S Gr., hver tjaldað hafi búð þessa í fornöld (síðast á 10. öld) sjá það er nú var ritað um 11. Hvorki katastasis frá 1700 nje hin frá 1735 greina neitt frá hverir tjaldað hafa þessa búð, og ekki er þess getið á uppdrætti B. G. heldur, en sýnd er tóttin á honum og sömuleiðis á uppdráttum S. G. og herforingjaráðsins. 13 Sú búð er 13 m. sunnar og 8,50 m. frá farveginum. Mjög glögg, veggir all-háir enn, um 0,75 m. sums staðar. Snýr langsum. Dyr á miðjum austur-hliðvegg. L. 11,50 m., en norðurgafl hefir verið færður röskva 3 m. inn og sjer enn allvel um 3 m. langan búðarenda fyrir norðan hið núverandi gaflhlað. Hefur búðin því verið 14,50 m. að 1. áður, að utanmáli. Br. er um 4. m. Að innan er 1. 8,50 m. nú og br. 1,70 m., en vitanlega eru hleðslur gengnar nokkuð inn, svo á þessari tótt sem hinum. Það er auðsjeð, að búðaskipunin frá 1735 á við þessa tótt þar sem hún segir: »Bud Logmansens Magnusar Gislasonar er skamt nordur undann Lógriettunne, uppvid Hallenn á litlum hool; á Eir- enne nidur undann henni, vid ana, var Tialldstadur Logmannsens sal. Pals Jonssonar Widalm.« — Hafa þeir lögmennirnir sennilega valið sér þarna búðastæði vegna þess, hve nálægt það var lögrjett- unni. — Magnús lögmaður var sonarsonur Jóns byskups Vigfús- sonar og bróðursonur byskupsfrúar Sigríðar Vídalín í Skálholti. Magnús var landskrifari 1728—31, gengdi starfinu fyrst 1729 og kann þá þegar að hafa bygt sjer búð þessa, því að sennilegast er,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.