Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Qupperneq 35
35
þessa búð á þeim árum lengst af. Varalögmaður var hann frá
1716—26. Hann andaðist 1733, tveim árum áður en búðaskipunin
var rituð. Eftir hann tók Jón sonur hans við sýslunni og hjelt
henni til dauða síns, 1775 (28. apr.). Hefir hann sennilega tjaldað
búð föður sins á Þingvelli1.
Búð þessi er mörkuð á alla uppdrættina, en þess ekki getið á
neinum þeirra, hver hana hafi tjaldað á síðustu tímum þingsins.
S. Gi. hefir á sínum uppdrætti talið »Grýtu Snorra Sturlusonar
1213—14« hafa verið hjer, sbr. Alþst., bls 33 og uppdráttinn með
skrá. Þessi tilgáta nær engri átt og er raunar óþarft að ræða hana
hjer frekar, en vísa má til ritgerðar B. M. Olsens í German. Abh.,
bls. 144—145, og þess er hjer verður sagt síðar í grein um lög-
berg. Nafnið »Grýta« á þessari búð, sem Snorri »let gera — vpp
fra logbergi* sumarið 1216, finnst i einum 3 nýlegum pappírshand-
ritum, en í öðrum pappírshandritum og í Króksfjarðar-bók, hinu forna
skinnhandriti, er hún nefnd »Grýla«2 3.
15. Rjett við suðurgaflhlaðið á 14. er smátótt, og eru svo sem
einhverjar hleðsluleifar á milli. Kann vera, að þessi tótt, 15., sje
endi af 14., svo sem hún heflr verið fyrrum, en gaflhlaðið fært
norðar síðar, og loks virðist svo hafa verið gerð sjerstök tótt hjer.
Snýr hún þversum og virðast dyr hafa verið á austurgafli, í horn-
inu við norður-hliðvegg, en vafasamt er það og ekki sem líklegast.
Að utanmáli er 1. ca. 6,30 m. og br. ca. 5 m , en að innan 3,60
m. og 2 m. Beint uppundan er Snorra-búð, og fyrir sunnan 15.
er hinn lagði vegur ofan úr skarðinu, sem getið var hjer að fram-
an, um 14—16 m. á ská ofan að kvíslinni.
Búð þessi er ekki mörkuð á uppdrætti herforingjaráðsins, en á
uppdráttum S. G. og B. G., og setja þeir dyrnar á miðjan austur-
hliðvegg, enda er ekki ólíklegt, að þær hafl verið þar. S. G. mark-
ar á sínum uppdrætti einnig veggjaleifarnar á milli þessarar búðar
og 14. Hann setur ekkert nafn við þessa smátótt, en B. G. ritar á
sinn uppdrátt: *Þorleifs landskrifara búð«. Þorleifur var sonur
Nikulásar sýslumanns Magnússonar, sem Nikulásar-gjá er nú kend
við; sbr. búð 34. Þorleifur varð fyrst vara-landskrifari Sigurðar
Sigurðssonar, síðar tengdaföður síns, á Hlíðarenda (sbr. bls. 25),
1764 til 1780, er Sigurður dó, en siðan landsskrifari til 1800, er al-
þing var afnumið. Dó 8. júlí 18058.
1) Sjá nm þá feðga Sýslum.æfir I., bls 117—124, og nm Bensdikt Safin II.,
bls. 149—50.
2) Sbr. Útg. Kr. Kdlunds af Sturl.s., 1906, I., 'ó28.
3) Sjá nm hann Sýslum.œfir IV., bls. 497—98.
3*