Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 36
36
Sennilega hefir hann bygt búð þessa og því verið hinn eini
maður, sem hana hefir tjaldað.
D. Búðir í Þinginu.
Beint niðurundan skarðinu eru nú ekki sjáanlegar neinar tóttir,
en grjótþústir eru hjer miklar og gamall vegur, niðurgrafinn, litlu
sunnar en hinn yngri, lagði vegur, er áður var getið. Vel kunna
hjer að hafa verið búðir, ein eða tvær, í fornöld, en hleðslu allri
umhverft á síðari tímum við búðabygging og vegarlagning; sbr.
það, sem áður var sagt viðv. Hlaðbúð.
16 Nyrzta búðin er ca. 40 m. fyrir sunnan hlaðna eða lagða
veginn, þar sem hann kemur niður á eyrina við kvíslina. Hún
snýr langsum og virðast dyr hafa verið á norðurgafii miðjum.
Lengdin er um 14 m. og br. um 5 m. að utanmáli, en um 11 og 3
að innan. Hefir henni verið breytt er næsta tótt, 17., var gerð.
Sbr. ennfremur búðirnar 17.—18.
17. Við austurhliðina á 16., þannig, að vestur-hliðveggurinn
hefir verið hlaðinn þar sem áður var austur-hliðveggur á 16. eða
heldur inn í hana. Þó virðast þær hafa verið notaðar samtímis,
því að dyr eru á milli, norðantil á hliðveggnum. Aðrar dyr virð-
ast vera á norðurgaflinum. Að síðustu virðist tótt þessi ekki hafa verið
eins löng og 16., hvorki náð eins langt suður, nje eins langt norð-
ur. Er lengdin nú að utanmáli 11 m. og br. 6. m., en að innan
um 7 m. og 2,50 m. Suðurgaflhlaðið hefir verið fært ca. 1,50 m.
inn og hefir búðin náð áður jafnlangt suður og 16.
Það er sennilega þessi búð, eða 16., sem búðaskipunin frá
1735 á við, þar sem hún segir: »fíud landþingsskrifarans Odds
Magnússonar stendur skamt fyrir sunnann Lögmanns Benedix Bud
nidur undann Reidskardenu úr almannagiaa á mots vid Kagaholm-
ann*. Þessar búðir eru næstar búð Benedikts fyrir sunnan hana,
og standa á móts við suðurendann á hólmanum, sem S. G. nefnir
einmitt Kagahólma á sínum uppdrætti; hafði hann þó ekki það
nafn úr þessari búðaskipun, því að hann mun ekki hafa þekt
hana, en nafnið kemur einnig fyrir í búðaskipuninni frá 1700
(síðast). Eftir uppdrætti B. G. hefir hólminn áður náð lengra suður
en nú, og lengra en hann gerir á uppdráttum S. G. og herforingja-
ráðsins1. — Oddur Magnússon var landskrifari þetta ár, hafði
1) Á herforingjaráðskortinu er dálítill grashóimi auetnrundan þessum húðum,
en hann er ekki til i raun og veru.