Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 37

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 37
37 fengið það embætti um vorið 1734, en fjekk Skúla Magnússon til að gegna því það sumar á alþingi. Hann dó fám árum síðar, 10. jan. 1738, 23 ára gamall, og hefir því verið að eins 3 ár á alþingi. — Þegar Jens Madtzen Spendrup sýslumaður (sbr. 32. búð) dó, var Oddur settur í hans stað sýslumaður í Skagafjarðarsýslu, til þess er hún var veitt Skúla Magnússyni 17371. Oddur var »maður bæði að ásýndum, námsgáfum og flestri atgjörfi nafntogaður* segirí Sýslumannaæfum. 18 Við vesturhliðvegginn á 16. virðist votta fyrir að verið hafi búð, styttri og mjórri en 16. og 17, en ekki verður hún þó vel ákveðin, þareð hún er orðinharðla óglögg. Frá suðurgafli á 16. að suðurgafli á 18. eru 2,80 m., og 1 á 18. er um 7,50 m. og br. 3,50 m. að utanmáli, en innanmál er um 5 m. og 1,60 m. Dyr virðast hafa verið á norðurenda. Þessi tótí er ekki mörkuð sjerstaklega á upp- drætti herforingjaráðsins, en á uppdráttum B G. og S. Gá hinum síðastnefnda (S. G.) virðast tóttir þessar 3 (16.—18.) markaðar rjettast. Við þessar 3 samföstu tóttir, 16. —18., ritar B. G. á uppdrátt sinn nafn »Guðmundar ríka«, og S. G. á sinn »Möðruvellingabúð 1012;« sbr. Alþst. bls. 14—15, og uppdráttinn með skrá aftanvið. Er þetta hjá B G. samkvæmt búðaskipuninni frá 1700; þar segir 8vo: Gudmundar Rjka bud var nærre anne vestan vid gótuna fra Snorra bud ofann ad lógrettunne*. í rauninni eru tóttir þessar þó ekki vestanvið götuna heldur sunnanvið. — Eins og áður var tekið fram, stendur í búðaskipuninni frá 1735, að búð Benedikts lög- manns standi »austan til vid gótuna þa rided er úr almannagiaa ofann ad Lógriettunne*. Mætti því ætla, að hjer væri um sömu götu að ræða, og væri þá átt við, að búð Benedikts stæði norðan við þessa götu. Sje hjer aftur á móti ekki um sömu götu að ræða, nefnilega aðalgötuna ofanúr skarðinu, sem mörkuð er á uppdrátt- unum og getið var hjer að framan, þá á búðaskipunin frá 1735 sennilega við skágötu mjóva og sjaldfarna nú, er liggur norðaustur úr þessari götu og milli hallsins og búðar Benedikts lögmanns. norðvestan við hana og svo ofan á bakkann austanvið lögrjettuna, Höfundur búðaskipunarinnar frá 1735 hefur vitanlega þekt vel búðaskipunina frá 1700; sýnist því undarlegt, að hann skuli ekki miða búð Odds landþingsskrifara við búð Guðmundar ríka sam- kvæmt henni, ef átt er við, svo að segja sama búðarstæðið í þeim báðum, eins og virðist vera — úr því að hann miðar tvær aðrar búðir við Snorra-búð (8. og 14.). Bendir þetta helzt til, að hann hafi ekki álitið það alkunnugt, hvar »búð Guðmundar ríka« væri, enda, 1) Sja nm Odd Hagnússon i Sýslum sef. I.. 410—411. — Hann var bróðir Gisla Hóla-byskups Magnússonar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.