Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 37
37
fengið það embætti um vorið 1734, en fjekk Skúla Magnússon til
að gegna því það sumar á alþingi. Hann dó fám árum síðar, 10.
jan. 1738, 23 ára gamall, og hefir því verið að eins 3 ár á alþingi. —
Þegar Jens Madtzen Spendrup sýslumaður (sbr. 32. búð) dó, var Oddur
settur í hans stað sýslumaður í Skagafjarðarsýslu, til þess er hún var
veitt Skúla Magnússyni 17371. Oddur var »maður bæði að ásýndum,
námsgáfum og flestri atgjörfi nafntogaður* segirí Sýslumannaæfum.
18 Við vesturhliðvegginn á 16. virðist votta fyrir að verið
hafi búð, styttri og mjórri en 16. og 17, en ekki verður hún þó
vel ákveðin, þareð hún er orðinharðla óglögg. Frá suðurgafli á 16. að
suðurgafli á 18. eru 2,80 m., og 1 á 18. er um 7,50 m. og br. 3,50 m. að
utanmáli, en innanmál er um 5 m. og 1,60 m. Dyr virðast hafa verið
á norðurenda. Þessi tótí er ekki mörkuð sjerstaklega á upp-
drætti herforingjaráðsins, en á uppdráttum B G. og S. Gá hinum
síðastnefnda (S. G.) virðast tóttir þessar 3 (16.—18.) markaðar rjettast.
Við þessar 3 samföstu tóttir, 16. —18., ritar B. G. á uppdrátt
sinn nafn »Guðmundar ríka«, og S. G. á sinn »Möðruvellingabúð
1012;« sbr. Alþst. bls. 14—15, og uppdráttinn með skrá aftanvið.
Er þetta hjá B G. samkvæmt búðaskipuninni frá 1700; þar segir
8vo: Gudmundar Rjka bud var nærre anne vestan vid gótuna fra
Snorra bud ofann ad lógrettunne*. í rauninni eru tóttir þessar þó
ekki vestanvið götuna heldur sunnanvið. — Eins og áður var tekið
fram, stendur í búðaskipuninni frá 1735, að búð Benedikts lög-
manns standi »austan til vid gótuna þa rided er úr almannagiaa
ofann ad Lógriettunne*. Mætti því ætla, að hjer væri um sömu
götu að ræða, og væri þá átt við, að búð Benedikts stæði norðan
við þessa götu. Sje hjer aftur á móti ekki um sömu götu að ræða,
nefnilega aðalgötuna ofanúr skarðinu, sem mörkuð er á uppdrátt-
unum og getið var hjer að framan, þá á búðaskipunin frá 1735
sennilega við skágötu mjóva og sjaldfarna nú, er liggur norðaustur
úr þessari götu og milli hallsins og búðar Benedikts lögmanns.
norðvestan við hana og svo ofan á bakkann austanvið lögrjettuna,
Höfundur búðaskipunarinnar frá 1735 hefur vitanlega þekt vel
búðaskipunina frá 1700; sýnist því undarlegt, að hann skuli ekki
miða búð Odds landþingsskrifara við búð Guðmundar ríka sam-
kvæmt henni, ef átt er við, svo að segja sama búðarstæðið í þeim
báðum, eins og virðist vera — úr því að hann miðar tvær aðrar
búðir við Snorra-búð (8. og 14.). Bendir þetta helzt til, að hann hafi
ekki álitið það alkunnugt, hvar »búð Guðmundar ríka« væri, enda,
1) Sja nm Odd Hagnússon i Sýslum sef. I.. 410—411. — Hann var bróðir
Gisla Hóla-byskups Magnússonar.