Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Side 40
40
m. florðar en norðurgafl 19. og hún aýnist hafa verið um 9,50 m.
að lengd. Veggjaþykt má ætla að verið hafl um l m., en br. að
innan sýnist hafa verið um 1,50 m. — Hún er ekki mörkuð á upp-
drætti herforingjaráðsins og B. G., en á uppdrætti S. G. er mörkað
með blýanti lítil tótt vestanvið 19. og alveg laus við hana, með dyr-
um á vestur-hliðvegg miðjum. Getur verið að S. G. hafi átt við
þessar tóttarleifar með þessu, en ekkert nafn setur hann við þessa
tótt; sbr. uppdráttinn aftanvið Alþst.
21. Um 12 m. suðvestar og 16 m. frá ánni er lítil búðartótt;
snýr hún langsum (en ekki þversum eins og hún er sýnd á upp-
drætti herforingjaráðsins). Veggir eru glöggir, en þó lágir og út-
flattir. Dyr eru við austur-hliðvegg syðst, í horninu við suðurgafl-
hlað, að því er helzt virðist; S. G. sýnir þær á suðurgafli, en B.
G. á miðri austurhlið. Lengdin er 7 m., br. 4,50 m. að utan, og
innan 5,50 og 1,70 m. — Ovíst er hver haft heflr þessa búð, en
»Vatnsdælabúð ?« heflr S. G. krotað við hana á uppdrætti sínum,
sbr. Alþst., uppdráttinn og skrána, og bls. 14; eins og þar má sjá,
er þetta á engum rökum bygt. — Við norðurendann á þessari búð-
artótt raarkar S. G. á uppdrátt sinn óljósan ferhyrning og ritar ineð
blýanti »hjaltdæla?« hjá, sbr. Alþ3t., uppdráttinn og bls. 14, en
Ben. Gröndal hefir ekki hirt um að taka þetta nafn í skrána.
A litlum frum-uppdrætti, er S. G. hefir gert og getið var áður
á bls. 21, hefir hann skrifað við þessa búðartótt með blýanti: »Aint-
mannsbúð 179(0)—1800«, og síðan með bleki: »kemur heim við sögn
sjera Björns (Pálssonar?) os; amtmanns Bjarna (Þorsteinssonar), en
sú amtmannsbúð, sem getur um í catastasis, hefir verið annars stað-
ar«. — Sögn Bjarna amtmanns, sem þetta á að koma heim við,
mun vera sú hin sama og S G. hefir skrifað í afskrift eina af búða-
skipuninni frá 1700 og tilgreind verður hjer síðar í grein um 28.
búð (bls 47), og þó kemur það alls ekki heim við hana, að amt-
mannsbúð sú, er Bjarni sá, hafi verið hjer. Eins og gerð verður
síðar grein fyrir, er rætt verður um 28. búð, er það óefað rangt, að
ætla að amtmannsbúðin síðari hafi verið hjer, þar sem er 21. tótt.
Er ólíklegt annað en að S. G. hafi siðar hlotið að sjá það af »útskýr-
ingu Guðroundar Skagfjörds*, sem bann svo nefnir, að það getur alls
ekki staðist. — En hitt er öldungis rjett hjá S. G., að »sú amt-
mannsbúð, sem getur um í catastasis, hefir verið annars staðar* en
sú var, sem Bjarni amtmaður sá, svo sem enn mun sýnt verða.
22. Rjett fyrir vestan og sunnan 21. Snýr þversum. Dyr
nokkru austar en á miðjum suður-hliðvegg, um frá endanum.
Veggir mjög útflattir, en lögun sjest þó allvel. Lengdin er 11 m.,