Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 42
42
Þessi búð er ekki mörkuð á uppdrætti herforingjaráðsins, en 24.
og báðar eru þær á uppdráttum S. G. og B. G.; hafa þeir og báðir
skrifað »Vatnsfirðinga-búð« við þær, eða þessa syðri. Sbr. Aiþst.,
bls. 12—13, uppdráttinn og skrána aftanvið. Eins og þar segir og
•eins og S. V. hefir einnig skýrt í Árb. 1880, bls. 50, eru líkur fyrir
því, að Vatnsfirðinga-búð, sem getið er um í frásögninni um bar-
dagann á alþingi brennumálasumarið, hafi staðið hjer eða í nám-
unda við þennan stað; sbr. einnig frásögnina í 67. k. Laxdæla-sögu,
um víg Auðgísls Þórarinssonar. En helzti fast kveða þeir þó að
þessu nafnarnir; eins og frásögnin í Njáls-s. ber með sjer er það
ekki alveg víst, hvar Vatnsfirðinga-búð hefir verið. Það eru mest-
ar líkur til, að hún hafi verið milli Möðrvellinga-búðar (sbr. 18. búð)
og brúarinnar, en að hún hah verið næsta búð fyrir norðan brúna,
er ekki sjálfsagt; hún kann að hafa verið norðar. Ætla má, að
brúin hafi verið skamt suður frá þessari búðartótt, 25., svo sem þeir
B. G. og S. G. hafa markað á uppdráttum sínum; er þar að aust-
anverðu dálítið hraunnef. Sbr. Alþst. bls. 51.
26- Um 2,50 m. fyrir suðvestan þessa tótt, 25, er fornleg tótt,
lítil og ógreinileg; stendur hún og miklu lægra en aðrar tóttir hjer
nærri. Hún snýr enn meira til austurs og vesturs en 24. og 25.
Dyr eru á suðaustur-hliðvegg miðjum. Lengd 8,40 m., breidd 3,70
m. að utanmáli, en innan 6,20 m. og 1,50 m. Þessi tótt er ekki
sýnd á uppdrætti herforingjaráðsins, en á uppdráttum þeirra S. G.
og B. G. virðist hún vera sýnd, en S. G. gerir hana raunar tiltölu-
lega stærri á sínum og hefir þó helzti langt bil milli hennar og 25.
og 28. Ekkert nafn skrifa þeir við þessa búðartótt, enda er með
öllu hulið hver hana hefir tjaldað.
27- Uppi undir hallinum, 9,40 m beint upp frá þessari tótt,
25., er lítil tótt mjög glögg, sem snýr þversum. Dyr virðast hafa
verið á suðaustur-enda, en mjög er hann nú hruninn. Utanmál
3,60 m. að lengd og breiddin 3,20 m., en að inuan er 1. 2,50 m. og
br. 1,50 m. Vera má að suðaustur-gafl hafi verið utar en hjer er
áætlað, og lengdin meiri að utan; en hinn gaflinn er að eins 0,75 m.
að þykt og er að mestu leyti einn stór steinn. — Mörkuð á öllum
uppdráttunum, en ekkert nafn sett við hana1. Verður ekkert um
það sagt, hver notað hafi þessa smábúð, seunilega enginn höfðingi,
1) Sjá t. d. nppdrátt S. G. aftanvið Alþst.; þar er hún sýnd rjett þar hjá, er
hann telnr á nppdr. Ljót Síðu-Hallsson hafa fallið. Sbr. bls. 13, þar telur hann Ljót
hafa fallið rjett fyrir neðan Vatnsfirðinga-húð. Kemur það ekki fyllilega heim; er
þetta síðara frekar í samræmi við frásögninga í Njáls s. — S. G. sýnir vafalanst
rangt, hvar þeir Flosi hafi farið, en S. V. skýrir það rjett í Árh. 1880—81, bls. 50.