Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Side 49
49
því um líkt, tilheyrandi amtmannsstofu. Er mörkuð á uppdrætti S.
G. einum, sbr. Alþst.; stendur taian 18 rjett fyrir ofan hana þar;
en enga grein gerir S. G. fyrir henni sjerstaklega, enda er hann
yfirleitt ekki að lýsa þeim búðatóttum, sem sjást á alþingisstaðnum.
30 Um 10 m. í suður frá þessari smátótt, 29., er nær ánni
mjög glögg með afarþykkum veggjum og eru gaflhlöðin einkum há
og sver ennþá. Hún snýr langsum og eru dyr á þeim vegg miðj-
um, sem að ánni veit, en 16 m. eru úr þeim niður að henni. Utan-
mál er um 9,30 m. og 4 m., en innanmálið er 4,50 m., lengdin, og
1,70 m., breiddin. — Suðvestur-gaflhlaðið er um 2,70 m. að þykt.
Svo má heita, að búðartótt þessi sje gegnt norðvesturhorninu á
kirkjugarðinum, sem er spölkorn uppfrá ánni, hins vegar.
Eins og sagt var hjer á undan, í greininni um 28. búð, mun
mega telja nokkurn veginn víst, að þetta sje tótt þeirrar amtmanns-
búðar, sem hjer var bygð sumarið 1691 og búðaskipunin frá 1700
nefnir. Var einnig skýrt frá, hver hefði bygt hana, og má ætla að
hún hafi verið tjölduð af amtmönnunum, hverjum eftir annan um
sex tigi ára, unz timburhúsið (timburbúðin, amtmannsbúð hin síð-
ari, amtmannsstofan) var bygð rjett fyrir norðan hana um miðja
18. öld1.
»Gizurs hvita bud var þar sem amtmans bud er 1700«, segir í
eldri búðaskipuninni. Eins og áður var sagt er búð Gissurar hvíta
= Mosfellingabúð og verður því varla með rökum hrundið, að hún
kunni að hafa staðið hjer. Sbr. það er um þessar búðir var sagt
hjer fyrir framan (í gr. um 27. búð), Alþst., bls. 11, og Iel. beskr.
102—103. — Mörkuð á alla uppdrættina. S G. ætlar að hjer hafi
verið búð Geirs goða, en Gissurar þar sem 31. er; sbr. uppdráttinn
aftanvið Alþst. og nr. 13 á skránni. B. G. sýnist og hafa litið likt
á þetta, sbr. útgáfuna af uppdrætti hans; hann ritar á spássíu á
frumuppdrættinum viðvíkjandi þessum búðum, 30. og 31., og fleirum,
sem hann hefir þózt sjá hjer leifar af: »Oákvörðuð búðaþyrping,
sem inniheldur: Amtmannsbúð 1700 = Gissurs hvíta, sunnantil;
Heidemannsbúð = Geirs goða landnorðantil, Asgríms Elliðagríms-
sonar vestantil, Höskuldar Dala-Kollssonar austantil, og Marðar Val-
garðssonar nálægt Gissurar hvíta búð«.- Hin síðastnefnda er víst
= (Rangæingabúð, Njáls-s., og) »Marðar Gygiu bud« í búðaBkipun-
inni frá 1700, sem einmitt nefnir þessar 5 búðir; en ekki kemur
1) Sbr. það er búðaskipunin frá 1785 segir: „Amtmans bndenn fyrer snnnan
(sicl; norðan hefði verið skárra, en vestan rjett) ána á mots vid Þingvalla kyrkin
er i sama stad og hun stood 1700“.
4