Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 52
52
vallastad«. Og enn segir hún: »Nials bud nœr anne, Sunnan Gizors
Hvita bud þar, og Rangvellinga buder«. Lítur helzt út fyrir, að
Njáls-búð eigi eftir þessu að hafa verið fyrir norðan hinar fyrtöldu
búðir, Skafta, Markúsar og Gríms, en fyrir sunnan búð Gissurar,
og að það eigi þá ekki illa við að telja hana hafa verið hjer, þar
sem 31. búð er. En nú er bent á Njáls-búð nokkru sunnar, sem
enn mun lýst; setur S. G. hana þar á uppdrátt sinn, ekki aðeins
eftir búðarröðinni, að hann segir, heldur »almennri sögn«. Hvort
sú 8ögn er óháð búðaskipuninni frá 1700 eða eldri en hún, skal hjer
látið ósagt; er á hvorutveggja lítið byggjandi og alt óvíst um Njáls-
búð í rauninni, enda er hún hvergi nefnd í Njáls-sögu því nafni,
nje öðrum fornritum. — Sbr. ennfremur 35. Á rananum fyrir suð-
vestan 31. búð markar S. G. nokkrar búðir í röð, flestar sem óglöggar
eða ágizkaðar, en eina þó skýra (móts við 33. búð), og austanvið
hana, nær ánni, markar hann aðra, sbr. uppdráttinn aftanvið Alþst.
og skrána, nr. 11 á uppdrættinum og henni, og bls. 10 í ritgerðinni
(6. búð). Ætlar að hjer hafl verið Þorskfirðingabúð. Hvað sem um
það er, þá er víst að hjer sést nú engin tótt, og má það virðast
því undarlegra, þar sem B. G. markar hjer glögglega tótt á sínum
uppdrætti, sbr. útgáfuna af honum í Isl. beskr. I, við bls. 93. —
Við þá búðina, sem vestar er og B. G. hefir ekki sett á sinn upp-
drátt, heflr Ben. Gröndal ekki sett neitt tölumerki á uppdrátt S. G.
Virðist þó sem S. G. hafl viljað láta það eiga við hana, sem hann
skrifar rjett hjá: »Álftnesinga og Reykvíkinga (= Allsherjar-búð)«,
sbr. bls. 11 í ritgerðinni (7. búð).
Fyrir sunnan ranann og þessa búðaröð, dálítið nær ánni, mark-
ar hann enn eina tótt, óglögga, og hefir Ben. Gröndal markað hana
sem glögga á sinni eftirmynd, sbr. útgáfuna, uppdráttinn aftan við
Alþst.; er hún þar með tölunni 10. og kölluð á skránni »Rangvell-
inga-búð og Dalverja*; sbr. bls. 10 í ritinu (3. búð). Hjer hefir B.
G. ekki markað búð, enda sjást hjer engar búðaleifar. Sjerstök
Rangvellingabúð mun hvergi vera nefnd á nafn í fornum ritum ;
S. G. kveðst hafa sett hana hjer eftir búðaskipuninni frá 1700, en
þar er sagt, eins og áður var tekið fram, að »Niáls bud« hafi verið
»nær anne Sunnan Gizors Hvita bud þar og Rangvellinga buder«.
— Dálítið fyrir vestan þessa »búð«, nyrzt, markar S. G. enn örlitla
búð óljósa. Ekki verða neinar mannvirkisleifar greindar þar nú. —
Á rananum sjálfum kunna að hafa verið tóttir fyrrum, en nú vott-
ar ekki beinlinis fyrir þeim.