Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Síða 54
54
33. Um 20 m. fyrir suðvestan 32. tótt er uppi við hallinn, í
krók, er þar myndast við hann, glögg tótt, sem snýr langsum og
er með dyrum á suðvestur hliðvegg miðium, þeim sem snýr að ánni.
Tótt þessi er að utanmáli 8,30 m. að lengd og 4,50 m. að breidd,
en að innan 5,30 að 1. og 1,70 m. að breidd.
Búðaskipunin frá 1735 gefur glögga skýrslu um hvers búð þetta
var þá, þar sem hún segir: »Sudur undan henne (þ. e. búð Jens
sýslumanns, hjer 32.), upp under Hallenum, stendur Bud Syslu-
mansens af Hunavatnssyslu, Bjarna Halldorssonart.
Bjarni var sýslumaður í Húnavatnssýslu 1729 til þess er hann
dó, 6. jan. 1773. Hann var tengdasonur Páls Vídalíns lögmanns,
átti Hólmfríði dóttur hans mjög skömmu eftir að Páll dó, í tjaldi
sínu hjá 13. búð, svo sem áður var getið.*) — Verið getur að eftir-
menn hans, Magnús Gíslason, byskups, Magnússonar, og ísleifur
Einarsson, síðar yfirdómari, hafi notað búð þessa eftir Bjarna, sem
að líkindum hefir látið byggja hana í öndverðri embættistíð sinni.
— Hún er mörkuð á alla uppdrættina. B. G. hefir talið hana vera
þar sem búðaskipunin frá 1700 segir að fyrrum hafi verið »Mardar
Gygiu bud, ut med berginu, fyrer ofann og vestan Gizors hvita
bud«, en S. G. hefir álitið að hjer hafi verið búð Ásgríms Elliða
Grímssonar, sbr. Alþ.st. bls. 10, og uppdráttinn aftan við með skrá,
en Marðar-búð ætlar hann hafi verið þar sem er 34. búð. — Eins
og bent var á í greininni um 32. búð, virðist búðaskipunin frá 1700
benda til að búð Ásgríms hafi verið þar. Hins vegar er 34. búð
helzti sunnarlega til þess að ætlað verði að búðaskipunin geti átt
við, að búð Marðar hafi verið þar; liggur því næst að ætla með B.
G., að hún bendi til að sú búð hafi verið hjer, og er hún þó einnig
helzti sunnarlega til þess, að geta kallast vera »fyrir sunnan og vest-
an« búð Gissurar hvíta, hafi hún verið, svo sem helzt virðist, þar
sem 30. búð er, amtmannsbúðin fyrri. — Sbr. ennfremur Alþst., bls.
9—10 (Rangæinga-búð) og Isl. beskr. I., bls. 102—103. Er þar sýnt
fram á, að Rangæinga-búð, sem nefnd er í Njáls-s., er búð (Marðar
gígju og) Marðar Valgarðssonar, og að líklegt sje, að hún hafi verið
fyrir sunnan búð Gissurar hvíta, Mosfellinga-búð, eftir frásögnum í
Njáls-s. Vitanlega er búðaskipunin eldri ekki ábyggileg í þessu efni,
ekki fremur um þessa búð en aðrar fornmannabúðir, en bendi hún
á þetta búðarstæði, 33., sem búðarstæði Marðar gigju (Rangæinga-
búðar), þá keraur það ekki alls kostar illa heim við Njáls sögu *)
1) Sjá um þau hjón t. d. i Sýslumannaœfum I., bls. 613—619.
2) S. G. markar á uppdrætti slnum ógreinilegar bnðarleifar, er hann hefir þózt
sjá sunnan yið þeaia húð, örlltið austar; sbr. uppdráttinn aftan við Alþ.st. — Ekki