Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 58

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 58
58 18. öldinni. En því voru þær allar bygðar vestan ár, að lögrjettan var þar þá og síðustu aldirnar báðar, og þinghaldið fór alt t'ram þeim megin. Engin brú virðist hafa verið á ánni á þeim öldum og ekki unt að komast yfir hana þurrum fótum, nema á hesti, eða stikla á steinum, t. d. undir fossinum neðri, þegar áin var mjög lítil. — En í fornöld var þetta öðruvís. Þá var brúin á ánni, svo sem áður var nefnt, og þinghaldið fór ekki síður fram austan ár en vestan; lögrjetta var þá austan ár, og fimtardómur sat í henni, eftir að hann var leiddur í lög, og fjórðungsdómar virðast einnig hafa verið háðir austan ár jafnan. í Njáls-s og Sturl.-s. o fl. fornritum, eru, svo sem tekið var fram i innganginum, nefndar ýmsar búðir austan ár, sbr. Isl. beskr. 1. 98—100 og Alþ.st hér og þar. Á uppdrætti B. Gr. er mörkuð ein ferhyrnd tótt innan í hringmynduðu tóttinni á Spönginni (»Lögbergi«), byskupa búð í túninu, milli traðanna og árinnar, og 2—3 aðrar, óglöggar tóttir r hjá; fleiri tóttir hefir B. G. ekki sjeð austan ár. Kálund nefnir i ísl. beskr. I., bls. 98, 3 tóttir og leifar tveggja að auk, ekki er glögt, hvar hann á við að þær sjeu. Aftur á móti markar S. G. ekki minna en um 40 tóttir austan ár, á sínum uppdrætti, og margar þeirra sem glöggar að nokkru eða öllu leyti. Um flestar þeirra er það i fám orðum að segja, að þær eru alls ekki til og að allsendis ótrúlegt virðist nú, að þær hafi til verið um 1800, jafnvel nokkru sinni. Á það víst við um mjög margar þessara uppdráttarbúða, sem S. G segir í niðurlagi eftirmála Alþst, að hann hafi sumstaðar sett búðamyndir, enda þótt hann hafl ekki verið viss um að þar hafi verið búðir, Vitanlega kunna að hafa verið á mörgum stöðum austan ár timburbúðir og tjaldbúðir, sem nú sjást engin ummerki eftir. 36. Byskupabúðin svo kallaða, er á Byskupshólum, sem nú eru kallaðir, í Þingvallatúni, á rananum milli árinnar og traðanna, norð-vestanvið kirkjuna. Þessa búðartótt rannsakaði S. V. með grefti 29. maí—1. júní 1880, sbr Árb. 1880—81, bls. 10. — Eru þetta fyrstu þess konar ranusóknir, sem gerðar hafa verið á Þing- velli, fyrstu rannsóknir Fornleifafjelagsins og líklega fyrstu rann- sóknir S. V. Þegar hann kom að tóttinni sýndist honum hún halda sínu upprunalega lagi og gaflhlöðin einkum skýr, en eystri veggur- inn þó mjög óglöggur; dyr á vestra hliðvegg, nær eystra gafli. Hann ljet grafa umhverfis tóttina fram með undirstöðusteinunum. Lengdin var 104 fet (=32,64 m.) og br. 24 (=7,58 m), lítið eitt mjórri í annan enda, nær 22 (=6,90 ra); alt mælt á ytri grjót- hleðslur. Búðin snýr frá norðaustri til suðvesturs. Útbygging er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.