Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 63
63
eða hestarjett. Hún er vafalaust eldri en frá 19. öld, en óvíst er
samt, að hún hafi verið notuð af þeim er til alþingis komu.
S. G. setur 2 búðir fyrir norðan þessa, skamt frá (55—56 á
uppdr. og skránni, bls. 20—21 í Alþst.), segir að megi »rekja stóra
steina, er standa upp úr sljettri grundinni í þremur ferhyrningum«,
og að hann hafi styrkst fullkomiega í þeirri trú, að þarna sæjust
fornar búðatóttir, er hann sá, »að þær eru settar á gamla markið
(svo í útg.; S. G. segir vitanlega ekki þá vitleysu, heldur hefir ein-
hver breytt þessu, strikað út »planið« og skrifað »markið« ýfir; S.
G. á við gömlu mýndina) hjer um bil í sömu röð og á sama stað«.
Hann til tekur hvaða búðir þarna hafi verið og segir þetta alt
»óyggjandi« og »efalaust*. Að sumu leyti byggir hann það á þvi,
að Byrgisbúð hafi verið í klofinu á norðurendanum á Flosagjá (bls.
9). Það kann nú að sýnast óþarft að eyða orðum að þessu, en í
stuttu máli sagt er þetta alt markleysa ein; Byrgisbúð hefir ekki
verið á þessum umrædda stað, búðaleifar sjást alls engar, hvorki
steinaferhyrningar eða annað, þarna undir hallinum, enda virðist
þar ekki gott búðastæði, og gamla »planið« sýnir alls ekki þennan
stað, nær ekki svo langt norður; á því eru sýnd að sönnu 3 smá-
tjöld norðan ár, og tjald Hóla byskups að auk, en þau standa i röð
frá austri til vesturs á grundinni, sem takmarkast af sýkinu að
austan og ánni að sunnan, og eru tiltölulega langt frá hallinum.
Þar sem S. G. markar fyrir tóttum, jafnvel eftir ákveðnar búð
ir, norðan ár, sýnast nú engar búðir hafa geta verið nokkru sinni,
sjá uppdráttinn aftanvið Alþst, og skrána, búðirnar með tölumerkj-
unum 57—58, 61—62 (o. fl. hjá þeirri búð), 64—66 og 74. Allar eru
þær markaðar á hrauni, svo að ekki hafa þær sokkið síðan 1860.
Skal hjer ekki farið út í það, á hvern hátt S. G. gerir grein fyrir
þessu í ritinu, en merkilega er lýsing hans ákveðin t. d. á Valhöll
og öllum þeim mannvirkjum, er hann þykist hafa sjeð þar, og hefir
mælt og teiknað nákvæmlega (bls. 31—32). Hjer eru öldungis
óhreyfð verk náttúrunnar og ekki unnt að sjá, að mannshöndin hafi
komið þar nálægt nokkrum steini. — En varla er von til, að menn
sannfærist af þessum mótmælum einum saman, og skal því vísað á
staðina sjálfa til athugunar.
S. G. setur nafnið »Fangabrekka« austast á vellina, við hraun-
ið nær miðju, ætlar að hún hafi verið þar. Þar er þó ekkert það
við landslagið, sem virðist geta gefið tilefni til slikrar ágizkanar;
sbr. Alþst. bls. 21. Vellirnir eru hjer fremur rakir oftast og ósljett-
ir, allmikið um rotur og flög í þeim, móakendir nokkuð og grýttir.
Alls engra raannvirkja er hjer vart, en akvegurinn, sem gerður var