Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Síða 69

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Síða 69
69 fiockinn Snorra.--------------Þeir Kolbeinn hliopo þegar upp ok heim til buþar, ok toko brynivr sinar ok spiot ok skiolldo ok gengo siþan suðr yíir aa ok upp a vollv. Mætte hann þa Vrækiu ok bað hann ganga i lið með ser. Vrækia qvað ser eigi sama at beriazt við favþur sinn. Kolbeinn varþ þa allstyggr, ok het a þa Orm ok Þorarin tii liðueizlv. Biogguzt þeir þa allir til bardaga ok fylktv liðe sino a vollunum fyrir neþan lavgrettu mille ok Austfirðinga-buþar«. Af því, hve fijótt þeir Kolbeinn verða varir við þennan atburð hjá Jöklamanna-búð, verandi sjálfir staddir í búðarvirki þeirra Orms, má ráða, að það hafi verið mjög skamt frá; og sömuleiðis er þeir eru á leiðinni upp á völluna og fá ekki Orækju, sem þeir mæta, í lið með sjer, heita þeir þegar á þá Orm og Þórarinn í virkinu til liðveizlu, svo sem þeir væru þar alveg við höndina. — Er þetta tekið fram hjer alt til þess að sýna, hvar þessar nefndu búðir hafa verið, hjer um bil, og hve ósennilegt það er, sem þeir S. G. (Alþst, bls. 34) og S. V. (Árb. 1880—1881, bls. 20, neðan máls) hafa haldið fram, að búðarvirki þeirra Orms hafi verið þar sem er Snorra-búð (S. G.) eða hleðslan á Lögbergi, þ. e. á gjárbarminum, hallinum, skamt fyrir norðan hana (S G. og S. V.), eða austur á Spönginni, eins og Kálund gizkaði á. Kálund lítur svo á sem frásögn Sturl.-s. beri með sjer, að Byrg- isbúð hafi verið nefnd svo vegna þess að hún var inni lokuð af gjám1; eftir því hefði Spöngin þá átt að heita Byrgi, eða sá staður á henni, sem hún stóð á. Af frásögninni í Njáls s., þar sem búðin er nefnd, mun eiga að líta svo á, að búðin hafi borið þetta nafn þá þegar, í byrjun 11. aldar (1012). Það virðist á staðnum og eftir frásögninni í Sturl.-s. um dóm- inn hjá Byrgisbúð sumarið 1120 líklegast, að hann hafi verið settur á flötina fyrir norðan búðina og að sá virkisgarður, sem gætti þar á einn veginn, hafi einmitt verið virkisgarður um þessa búð, enda sjást þess engin merki, að hann hafi verið annars staðar á Spöng- inni. — En þótt virki væri um Byrgisbúð 1120 er hæpið að það hafi verið 1012. Er þó nefnd Virkisbúð á alþingi það sama sumar, eins og áður var getið, en ekki er ugglaust um, að söguritarinn nefni þar yngra nafni þá búð. — Hið hringmyndaða mannvirki virðist þvi hafa verið búðarvirki, ekki yngra en frá byrjun 12. ald- ar. Þó að búðin, sem stóð á því, kunni að vera frá seinni tímum, eins og sagt var í Þjóðólfl 1851 (bls. 270) og S. V. þótti á sannast 1) Isl. beskr. I., 104, nr. 3. Aarb. 1899, bls. 8,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.