Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 70
við rannaóknina, verður að telja sjálfsagt, að búð (Byrgisbúð) hafi
staðið á sama stað í fornöld.
Það er býsna eftirtektarvert í þessu sambandi, að enn í dag
skuli, auk gjárinnar Flosagjár, tvö önnur örnefni hjer vera dregin
af nafni Flosa, nefnilega Flosahœð og Flosahlaup. — öll eru þau
nefnd í brjefi Einars próf. Einarsens (12. og 23.—25.), sem prentað
er hjer á eftir; B. G. hefir ekki sett gjánöfnin á sinn uppdrátt, en
S. G. á sinn, og á líkau hátt eru þau sett á uppdrátt herforingja-
ráðsins. S. G. einn hefir nafnið »Flosi eða Flosahæð« á hraunhóln-
um allra nyrzt á Spönginni; er hann norðar en sá hóll, sem Einar
prófastur á við, og Flosahlaup er hjá; en S. G. hefir líklega rjett
fyrir sjer í því. — Þeir B. G. og S. G. setja báðir Flosahlaup á
sama stað og Einar próf. á við, S. G. þó með ?, og hefir skrifað
það nafn í vestari gjána (sem nú er kölluð Flosagjá) einnig, og hef-
ir Ben. Gr. haldið því þar á sinni eftirmynd (sbr. útg. í Alþst.), en
ekki sett það á eystri gjana (sem S. G. nefnir og enn er nefnd
Nikulásargjá). — Flosahlaup er, þar sem það eða gjáin er mjóst,
að eins 3,30 m. (IO'/e fet) milli barma. — Til þess að hafa gott
aðstöðu er betra að stökkva litlu norðar, fám fetum, og verður
stökkið þar 4 m. — Þessi örnefni koma einkennilega vel heim við
það, að Flosi hafi tjaldað hjer Byrgisbúð, en illa við þá kenningu
að lögberg hafi verið á Spönginni.
III. Lögrjettan.
Svo sem áður var getið, í niðurlagi greinarinnar um 13. búð, eru
rústir lögrjettunnar vestan ár, undir hallinum, næstar fyrir sunnan
þá búð; þær eru 14 m. fyrir sunnan hana, en 30 m. fyrir norðan
14. búð; eru rjett frammi við kvíslina, sem rann fram með hallin-
um síðustu áratugi, þar sem áður hafði verið lengi aðlafarvegur ár-
innar, eins og skýrt hefir verið hjer að framan Er hjer að sjá
sem verið hafi allmikil tótt hlaðin, en veggir verið síðan rifnir mjög
niður og tóttin fylt upp, svo að nú er hjer eftir flöt upphækkun,
með grjóti yzt, en sljett í miðju. Hún er um 17. m. að lengd, snýr
langsum, og um 9 m. að breidd.
Eins og einnig var getið áður, var bygt lögrjettuhús úr timbri
um miðja 18. öld og stóð það hjer á þessum rústurn, alt þar til að
alþingishald lagðist hjer niður, að nokkru leyti sakir þess, hve hús