Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Qupperneq 81
81
Yzt að neðan vottar greinilega fyrir grjóthleðslu, en mjög er hún úr
lagi gengin. S. V. rannsakaði hana og kvað hana 3 álna (1,88 m.)
breiða og 3 feta háa (0.94 m.). Þessi upphækkun er 49 fet (15,38
m.)1 að breidd efst, við gjána, en um miðju 67 fet (ca. 21 m.); á
hinn veginn, þ. e. hornrjett við gjána, er hún 64 fet (ca. 20 m.),
mælt eftir skurðinum, en ekki 57 fet, eins og S. V. segir; er ekki
ólíklegt að hún hafi sigið lítið eitt niður eftir hallinum síðan 1880,
en varla 7 fet samt. — Frá gjábarminum niður á jafnsljettu er
hallurinn allur 135 fet (42,37 m.) eða 22*/* faðmur, mælt á ská
eftir honum sjálfum á þessum stað, sem upphækkunin er á, svo að
71 fet (22,28 m.) er fyrir neðan upphækkunina; hún nær því ekki
fyllilega ofan á miðjan hallinn. S. V. kveðst hafa rekið sig á, í
miðju mannvirkinu, »lítinn og stuttan grjótbálk, sem reynslan þó
síðar sýndi, að ekkert áframhald hafði á neinn veg«. Nú sjer hans
lítinn vott og varla neinn með vissu.
Hið einkennilegasta, er kom í ljós við rannsókn S. V., var í
suðurhluta skurðarins, sem var langsum, samhliða gjánni; »þar kom
eg undir eins, þegar niður dró að berginu, ofan á öskudrefjar, er
siðan urðu að miklu öskulagi niður við bergið. I berginu var þar
skora eða glufa allstór, er full var með ösku. öskulagið var bein-
línis neðst við sjálft bergið, enn öll moldin, hálf önnur alin á þykt,
lá þar ofan á. Annars er öll þykt mannvirkisins 1—l'/a alin, að
einum stað undanteknum, þar sem bergið gengur upp eins og skörp
bára, þar er jarðvegur grynnri. — Getið skal þess, að niður úr
bergglufunni var gjóta hiður í bergið, og hrundi niður í haua mik-
ið af öskunni; hún sýndist hafa verið höfð undir eldstæði sem ösku-
stó; í ösku þessari voru viðarkol og beinaska. Þegar kom nokkuð
niður2 3 frá eldstæðinu, kom óreglulegur grjótbálkur í ljós, margir
stórir steinar saman, en sem allir virtust vera úr lagi gengnir;
vóru sumir niður við bergið, en sumir ofar í moldinni. Eldstæðið
er hjer um bil mitt á milli hins fyr talda, litla grjótbálks og þess-
ara síðast töldu, óreglulegu steina*. — S. V. álítur að mannvirkið
sje í heild sinni yngra en eldstæðið, sem hann ætlar muni hafa til-
heyrt Snorra-búð. — Mannvirkið álítur hann hafa verið búðarvirki
þeirra Orms á Svínafelli8, en eins og áður hefir verið tekið fram
(bls. 69) er svo að sjá af Sturl.-s., þar sem þess er getið, að það
hafi verið austan árinnar4.
1) Ekki 59 eins og stendur i Árb. 1880—81, bls. 14.
2) Svo; sennilega = (eða prentvilla fyrir) suður.
3) Sbr. Árb. 1880—81, bls. 17, og 1888—92, bls. 20 neðanm. — S. G. hafði
einnig gizkað á hið sama, sjá Alþst., bls. 34.
4) Sbr. Isl. beskr. Z, 107.
6