Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 101
101
er í sömu gjánni, mun hún einnig, eptir að hann drap sig
í hönum 1742, hafa verið kölluð Nikolásar-gjá. Jeg veit
ekki betr, enn að gjá þessi hjeti Flosagjá, neðanað og upp-
úr, einnig bak við Lögberg, hvaðan gjáin, sem er að vest-
verðu við Lögberg, er klofningr, á hvörjum jeg vissi ekk-
ert nafn. —
13., Hafið þér heyrt gétið um Lögsögumannshæð á Lögbergi?
Svar: Ekki minnist eg þess. —
14., Þékkið þér örnefnið Kastala uppá völlunum?
Svar: Já; þegar gripir voru á ytri völlunum, útundir foss-
inum í ánni, var sagt: þeir væru undir köstulunum. —
15., Hafið þér heyrt nefnt Kross-skarð, sem örnefni?
Svar: Grlöggt man eg það ekki. Enn samt minnir mig að
so hafi nefnst stöku sinnum skarðið, um hvört vegurinn
til Lángastígs liggr uppí Almannagjá, sem og var vegr til
gálgans. í þessu skarði krosslagði þenna veg, vegurinn til
réttarinnar. —
16., Til hvörs var höfð litla tóptin hjá stóra fossinum ? Af hvörju
dregr pitturinn Skéggi nafn í túninu?
Svar: Tóptina vissi jeg ekki hafða, né hafa verið hafða til
nokkurs. Nafnið Skéggi á pittinum vissi jeg aldrei hvaðan
væri drégið, nema það hafi verið af grasi þvi, sem epratt
niðrí vatninu í hönum, sem var líkt skéggi. —
17., Hvaða fornmannabúðir hafið þér heyrt nafngreindar áÞíngvelli
og hvaða dómstaði eða mannvirki?
Svar: Af þeim mörgu búðatóptum, sem vóru fyrir vestan
öxará; man eg ekki að greina nema tvær, nla: Snorrabúð,
goða, í skarðinu, þar sem vegurinn liggr uppí almannagjá,
að austan, — og Njálsbúð, á sléttri grund fyrir vestan ána,
hérum móts við bæinn, jafnvel neðsta allra búða. Fyrir
austan ána veit eg að nefna Skaptabúð, á sjálfu Lögbergi,
og Gyrðisbúð uppá Biskupshólunum í túninu. Var það
leingi að biskupar tjölduðu þá búð, og ekki má'ti heima-
bóndi 8lá hóla þessa, því þeir voru ætlaðir biskupshestum,
uns seinustu biskupar tólcu að hafa hús heima. Dómstaði
veit eg önga að greina, nema Lögberg, og að líkindum
Þíngbrekku umhverfis litlu hæðina, sem stendur þar, þétt
austr við Flosagjá. Mannvirki man eg ekki að greina önnr,
en talin eru, nema grundvöllinn undan nýja lögréttuhúsinu,
sem lagðist niðr um aldamót, og er fyrir vestan ána við