Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Side 102
102
hana, hérum miðt á milli fossins og vegarins, sem liggur
uppí gjána. —
18., Hvar var gálginn, var hann i lægri eða hærri gjárbarminn, var
hann einn eða fleyri? Munið þér eptir mannabeinum þar eða
annarsstaðar?
Svar: Gálginn var hvörki í lægri né hærri gjárbarminn,
heldr var hann milli tveggja viðlausra kletta, sera kölluð-
ust Gálgaklettar, í Almanagjá, austanvert við götuna, sem
liggr eptir gjánni til Lángastígs. Ekki held eg þar hafi
verið rúm til heingíngar nema einura, þó 2 kynnu hafa
gétað dýnglað í einu. Þar nálægt voru mannabein að finn-
ast, og leggr af manni fannst þar nálægt í minni tíð. Beina-
smælki, útlits sem brunninn bein í öskuhaugum sjást einnig
opt í mynni Brennugjár meir og minna eptir vatnavexti í
öxará, en lítið sem ekkert bar á því, þegar áin var lítil.
Á hellunni við mynni gjárinnar. var og í orði, að galdra-
menn hefðu verið brendir. —
19., Þekkið þér örnefnið Gálgaklett?
Svar: Já; sjá svarið til 18dn spurningar?
20., Þekkið þér örnefnið Klukkuhól og
21., Biskupshóla í túninu? —
Svar: Já; Klukkuhólar eru hæðir, norður-undan kirkunni,
sem nú er, milli hennar og túngarðsins, austanvert við
tröðina, sem liggr til árinnar En Biskupshólar eru vestan-
vert við tröðina og á þeim Gyrðisbúðartópt
22 , Hafið þér heyrt að fornmenn hafi sint í Drekkingarhylnum í öxará?
Svar: Ekki minnist jeg þess. En í minni tíð synti Keyser,
síðar Prófessor í Kristjaníu, í ánni, undan miðmundatúninu,
og þótti kalt.
23., Þekkið þér hólinn Flosa eða Flosahæð?
Svar: Ekki er svo vel. — Eu jeg hafði ætlað að Flosi eða
Flosahæð hafi verið nyrðri og hærri hæðin á Lögbergi, frá
hvörri Flosi hörfað hafi austr yfir Flosagjá, því gagnvart
hæð þessari er Flosahlaup yfir gjána og kemur þetta heim
við Njálu Cap: CXLIII, þar sem sagt er, að Flosi með aust-
fyrðíngum hafi staðið norðan að dómum, sem háðir hafa
verið í minni hæðinni (|: þingbrekku |:), skamt norðar en
Skaftabúð.
24., Er Flosagjá fyrir austan eða vestan Lögberg, eða hvörjumegin
Lögbergs er Nikolásargjá?
Svar: Eins og áður er sagt, í svarinu til I2tn spurningar,