Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 105
105
Stafholti, 26 Mara 1864.
Háttvyrti herra málari!
Jeg er tekinn að skammast mín fyrir seinlæti mitt að svara
brjefl yðar frá 6 Jan: næstl:, og er það ekki komið til af góðu; það
er helzt að kénna vanvizku minni á efninu og fátækt minni á upp-
lýsingar-lindum til að ausa úr; og samt verð eg að öngu auðugari,
þó jeg fresti svarinu leingur, því jeg fæ það ekki, sem jeg forsóm-
aði að nema í þau 6 ár, sem jeg var á Þíngvöllum og næ því ekki,
sem jeg hefl gleymt og tínt niður í þau 36, sem eru liðin siðan,
meðfram vegna þess að jeg huxaði, að aldrei kæmi mér eða öðrum
að liði, að muna slíkt. Það litla, sem jeg gét sagt, viðvíkjandi
Þingvöllum, er þess vegna, að meztu leíti, gétgáta annaðhvört mín
eða annara, ef spurníngarnar varða hið forna, en um hið nýrra
eru gétgátur óafsakanlegri hjá kunnugari mönnum enn jeg í raun-
inni er. Að so fyrirmæltu tek jeg þá til að gégna spurníngum
yðar, — eða með öðrum orðum: — að miðla þeim ullarlögðum,
sem þjer leitið að til mín, einsog í geitarhús:
1., beiðist þér þess að jeg ségi: hvört jeg hafi heyrt, sem gamla
eða almenna sögusögn, að dómaruir hafi farið fram í kríngum hæð-
ina, sem þér kallið Lögsögumannshæð, eða litlu hæðina, sem stend-
ur á lögbergi þétt austur við Flosagjá, í hvörri jeg hafði ætlað þíng-
brekku?
Sögnina um að dómarnir hafi farið fram á þessum stað fékk
jeg frá mér samtíða manni á Þíngvöllum, Kristjáni sál: hreppstjóra
Magnússyni á Skógarkoti, án þess að jeg spyrði hann að heimildar-
manni. Sögnina er þessvegna að álíta, þá, (1822—28) almennari,
heldurenn að hún géti stuðst við áreiðanlegleika fyrnskunnar, því
jeg er yður alveg samþykkur í því, að dómar hafi aldrei verið háð-
ir þar, heldur muni byrtíngar þeirra að eins hafa farið þar fram.
Hugmindin um þíngbrekku í hæðinni, held eg géti ekki tileinkast
nema mér, þareð jeg man önga heimild, ekki einusiuni sögu-orð
um »þíngbrekku á lögbergi,* og er hún tilkomin vegna þess að jeg
hefi ekki gétað ímindað mér þíng án þíngbrekku, og vegna þess að
jeg finn, að á þessum stað á lögbergi hefur sama farið fram og
framfór í þíngbrekku á héraðsþíngunum fornu, nefnil: lyaíngar, vígs-
saka sekta og sakamanna, — byrtíngar, dóma, gjörða, nýrra laga
&c, — uppaagnir og nýar koaníngar, — stefnur, þegar þeirra þurfti
við á alþíngi, — hvað allt fór fram á lögbergi — (díklega frá
brekkunni i áminnstri hæð, eins og hentugasta háum stað þar:).
Samanber: Njálu Cap: LVI. XCVIII. CVI. CXXIV. þátt af ölkofra,