Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Side 108
Skýrsla
I Aöalfunður hins íslenzka Fornleifafjelags 1921.
Samkvæmt prentaðri auglýsingu í dagblöðunum og fundarboði
til allra fjelagsmanna í Reykjavík var aðalfundur Fornleifafjelags-
ins 1921 haldinn laugardaginn 8. dag oktobermánaðar, kl. 5. síðdeg-
is, í lestrarsal Þjóðskjalasafnsins. Varaformaður fjelagsins, Jón
landsbókavörður Jacobson, stýrði fundinum í fjarveru formanns,
sem hafði orðið að fara austur á Þingvöll þennan dag.
Varaformaður skýrði frá hag fjelagsins og las upp reikning fjelagsins
fyrir 1920, vottaðan af formanni og endurskoðan af endurskoðunarmönn-
um. Er hann prentaður hjer á eftir. — Viðvíkjandi athugasemd
endurskoðunarmanna skal það tekið fram, að óþarft hefir verið
talið, að láta reikningum fjelagsins fylgja skrár um greidd og
ógreidd tillög; enda er fjelagatal það, sem jafnan er prentað í
árbók fjelagsins, fullnægjandi skrá um greiðslu tillaganna jafnframt.
Varaformaður las upp brjef formanns til síðasta alþingis um
styrk til fjelagsins Er brjef það birt hjer á eftir. Það hafði engan
árangur haft, hvorki til örnefna-rannsókna nje annars. —
Borin var upp og samþykt svo látandi tillaga frá Vigfúsi
Guðmundssyni og Hannesi skjalaverði Þorsteinssyni: »Fundurinn
skorar á alþingi að veita framvegis 4000 kr. styrk árlega til Forn-
leifafjelagsins, sjerstaklega til örnefnalýsinga og fornmenjarann-
sókna«.
Þá var gengið til kosninga; voru þeir endurkosnir Matthías
Þórðarson formaður og sjera Magnús Helgason fjehirðir, en Oiafur
prófessor Lárus8on var kjörinn skrifari, í stað Einars prófessors
Arnórssonar, er beiðst hafði undan endurkosningu. — Varaembætt-
ismenn og endurskoðendur endurkosnir allir. Ur fulltrúaráðinu
skyldu þeir ganga sjera Guðmundur Helgason, Hannes Þorsteinsson
og dr. Jón Þorkelsson; voru þeir allir endurkosnir.
Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð samþykt og undir-
skrifuð og fundi siðan elitið.