Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 11
BJARNAGARÐUR
15
4. mynd. Riss af Bjarnagarði skammt
norður af Ófcerugili. Mœlikvarði óná-
kvœmur. S.Þ. mœldi 1979. — Fig. 4.
Sketch of a short stretch of Bjarnagarður
N of Ófærugil. Scale not exact.
mynd. Sunnan þeirrar túngirðingar, sem er á brekkubrún sunnan
tjarnarkvosarinnar, er stallur skorinn inn í brekkuna móti SSV, svipað og gert
hefur verið norðvestan í Hálsum, en hér virðist hafa verið bætt um þetta
einhverntíma löngu síðar. Litlu austan við þennan stallaða hluta verður
þverbeygja á garðinum, þar sem hann tekur stefnu til SSA. um 100 m suður af
þeirri beygju var grafinn skurður gegnum garðinn (3. mynd) og snið (1 á korti
II) nákvæmlega mælt. Er það sýnt á 13. mynd. Er auðsætt, að hér er um
hruninn garð að ræða, en að sniðum gegnum garðinn og aldri hans verður
síðar vikið.
Á einum stað, í lægð nokkuð norður af Ófærugili, hefur garðurinn upp-
runalega verið hlaðinn þvert yfir lægðardrag, en grafist í sundur af vatni og
síðan verið lagður í sveig út með lægðarbarminum (4. mynd).
Upp úr Ófærugili sunnanverðu liggur garðurinn norðan og vestan í hól, er
nefnist Arnarþúfa (stór fuglaþúfa í kollinum). Er gilveggurinn snarbrattur og
brattinn hefur verið nýttur í garðsstað. Þar suður af sést garðurinn allvel á um
320 m löngum kafla suður að heimreið til Hátúna. Þessi hluti garðsins er nú
sundurskorinn á nokkrum stöðum. Einhverntíma í seinni tíð hefur verið
stungið úr honum vestanverðum á alllöngum kafla. Einnig hefur verið hlaðin
kví vestan undir honum og garðurinn nýttur sem austurveggur hennar (5.
mynd). Sunnan heimreiðar til Hátúna hverfur garðurinn í túni, en að sögn
fyrrverandi ábúanda Hátúna, Þórarins Magnússonar, sem nú dvelst á Dvalar-
heimili aldraðra á Klaustri, var garðurinn skýr þarna áður en plægt var,
stefndi til VSV og lá nokkurnveginn samsíða heimreiðinni á um 290 m kafla.