Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 69
SPRENGIDAGUR
73
maður hans, Egill bóndi Einarsson á Snorrastöðum í Laugardal, var fæddur
1523 og hefði því átt að muna katólska siði af eigin raun. Það er þó ólíklegt,
að vatn hafi einungis verið vígt á sunnudögum. Úti í Evrópu var sem áður
sagði alvanalegt að blessa mat sérstaklega með þeim hætti við stærri hátíðir
svosem föstuinngang og á páskum, sem gæti útskýrt orðið sprengjelaurdag í
Noregi. En jafnvel þótt svo hefði verið, er ekki þar með sagt, að vatninu hafi
endilega verið stökkt á dauða og lifandi hluti á sama degi. Og ljóst er, að þær
athafnir, sem hér er sagt frá, gætu rúmast innan merkingar þýsku orðanna
Sprengetag og Sprengfest.31
Slík fyrirbæri hlutu svo að hverfa við siðbreytinguna um miðja 16. öld, en
óljós minni um þau gátu hæglega lifað áfram og ósjaldan í eitthvað brenglaðri
mynd, svo að síður væri unnt að úthrópa þau sem alvarlega pápisku.
5.
Hér verður nú sett fram eftirfarandi tilgáta:
Orðið Sprengetag eða einhver mynd þess hefur borist hingað úr þýsku og
liklega fremur með Hansakaupmönnum undir lok miðalda en hinum þýsk-
menntuðu biskupum. Ella ætti þess frekar að sjá stað i kirkjumálinu, en
einsog áður greindi frá telur Jón Grunnvíkingur þetta alþýðuorð. Hugsanlega
gæti norska þó verið milliliður, en á sama hátt hefur orðið væntanlega borist
þangað. Því miður hefur svo lítið enn verið orðtekið af norskum skjölum frá
15. og 16. öld, að ekki er unnt að fullyrða neitt um, hvort þvílíkt orð komi þar
fyrir. Svipað er raunar að segja um skjöl frá þessum tíma á hinum fjölmörgu
þýsku mállýskum, og er þó rétt að minna aftur' á svissneska orðið
Sprengmantig.
Við siðbreytinguna á 16. öld var sá siður vitaskuld bannaður að stökkva
vígðu vatni á menn, skepnur, matvæli, hús, tún og engjar. Orðið sprengi-
dagur hefur þó geymst áfram og fest við föstuinnganginn, sem líklegt er að
verið hafi einn þeirra tíma, þegar vígt vatn var hvað mest um hönd haft.
Löngu seinna býr þjóðin sér svo til þá skýringu á þessu framandlega orði, að á
þriðjudaginn í föstuinngang hafi mönnum í katólskum sið hætt við að éta sig í
spreng. í Noregi hefur orðið hinsvegar fest við laugardaginn fyrir páska, sem
einmitt var mikill ,,sprengidagur“ í katólskum sið einsog áður greinir.
TILVÍSANIR
1 Þjóðháttaskráning Þjóðminjasafnsins (ÞÞ) 3690, 3701, 3853, 3720, 3737.
2 ÞÞ 3651, 3721, 3815.
3 Almanak. íslenzkað af Jóni Sigurðssyni. Khöfn 1853-54, 1860-74.
Almanak hins íslenzka Þjóðvinafélags. Rv. 1875-1969.
Almanak. Útg. Ólafur S. Thorgeirsson. Winnipeg 1895-96.