Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 42

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 42
46 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Teignum. Þessi athugasemd Þórs bendir því einnig frekar til Skænudalsins sem fundarstaðar.14 Það sem mér virðist þó renna styrkustum stoðum undir að sverðið hafi fundist í Skænudalnum er það sem Sverrir Þorsteinsson hefur eftir Benedikt ísakssyni, að sverðið hafi líklega tapast úr farangri Sáms og Þjóstarssona. Hér er um óvenjulega frásögn að ræða sem hefur mikið heimildargildi. Sá mögu- leiki er að sjálfsögðu til, að einhver annar, sem heyrt hefði að sverðið hefði fundist í Skænudalnum, hefði látið sér detta þetta í hug. Þetta finnst mér þó ekki sennilegt. Sverrir var alinn upp í næsta nágrenni við Benedikt ísaksson og var tvítugur er Benedikt lést. í fyrra skiptið sem ég ræddi við Sverri, sagði hann mér rétt til um það hvaða ár og í hvaða mánuði Benedikt hefði látist. Allt annað sem hann sagði mér og unnt var að kanna reyndist einnig rétt. Með sama fyrirvara um minni manns og áður gat, virðist mér því öll líkindi benda til þess, að hann hafi einnig munað rétt það sem hann taldi sér óhætt að hafa eftir Benedikt ísakssyni og Þorsteini húsbónda hans. Niðurstaða mín verður því á þá lund, að allar líkur bendi til þess, að umrætt sverð hafi fundist í Skænudalnum vorið 1897. Einnig mætti álykta, að ekki hefðu verið aðrar minjar hjá sverðinu, úr því að finnandinn lét sér til hugar koma að menn hefðu glatað því úr farangri. Jón Hnefill Aðalsteinsson TILVITNANIR 1 Bjarki, Seyðisfirði 25. júní 1900, 96. 2 Austri, Seyðisfirði 29. júní 1900, 80. 3 Bjarki, Seyðisfirði 7. júlí 1900, 105-6. Austri Seyðisfirði 16. júlí 1900, 87. í sóknarmannatali Dvergasteinsprestakalls árið 1899 eru þeir skráðir hlið við hlið Þorsteinn Erlingsson og Ernst lyfsali, að vísu með striki á milli, sem sýnir að þeir eru ekki taldir á sama heimili. 4 Bjarki 7. júlí 1900, 105-6. Það var rétt til getið hjá Þorsteini, að þess myndi ekki langt að bíða að Ernst lyfsali hyrfi af landi brott. í manntali 1901 er hann vikinn frá Seyðisfirði og þá ugglaust með sverðið með sér. Þorsteinn er þá einnig fluttur frá Seyðisfirði. 5 Kristján Eldjárn: Kuml og haugfé 1956, 269. 6 Sama rit, 372-3. Athugagreinar 107-109. Sjá ennfremur: Þór Magnússon: Endurheimt forn- aldarsverð. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1971, 86-90. Kristín Huld Sigurðardóttir víkur að sama efni í greininni: Tvö ný ULFBERT-sverð. (Ljóri, 1. tbl. 1981, 7-11). 7 Bréf frá Aðalsteini Jónssyni 10.05.1964. Benedikt ísaksson er skráður á Vaðbrekku i sóknar- mannatali til 1897, en á Aðalbóli frá 1898. Þeir Hálfdán Bjarnason eru samtímis á Aðalbóli 1906 samkvæmt sóknarmannatali, Benedikt 33ja ára en Hálfdán 18 ára. 8 Samtal við Bjarna Gíslason skráð á Reyðarfirði 07.07.1965. Bjarni er skráður á Vaðbrekku í sóknarmannatali frá 1903 og næstu ár. 9 Samtal við Sverri Þorsteinsson í Klúku, skráð á Aðalbóli 19.09. 1978. í sveitir og jarðir í Múlaþingi 1974, 291 segir einnig að Þorsteinn Jónsson hafi búið á Aðalbóli 1907-1925.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.