Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 101

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 101
ÍNNSIGLI JÓNS SKÁLHOLTSBISKUPS 105 II. Lýsing innsiglisins Sjálft innsiglið, eða réttara sagt innsiglisstimpillinn, er gerður úr blýi, sem er hentugur málmur að vinna í en þó ekki mikið notaður við gerð innsigla. Þekkjast dæmi þess að menn hafi haft í fórum sínum tvö eða fleiri innsigli, og var þá aðalinnsiglið úr einhverjum hörðum málmi, t.d. kopar eða messing og jafnvel úr silfri eða gulli. Þau sem höfð voru til vara og notast var við á ferðalögum voru þá gjarnan gerð úr linari málmum, s.s. tini og blýi.4 Innsiglið er allveglegt að sjá og eins og venja er um biskupsinnsigli ailt fram til aldamótanna 1400 er það sporöskjulaga og oddhvasst til endanna, en nú er neðsti hluti þess talsvert eyddur. Það er 5,3 sm að hæð, 4,3 sm að breidd og 1,4 sm þar sem það er þykkast. Á stimpilflötinn er grafin áletrun umhverfis og mynd biskups og merki hans innan i. Á bakhliðinni, sem er kúpt, er eins og reynt hafi verið að krota biskupsmynd í blýið, og á innsiglisröndinni eru með óreglulegu millibili skorur, eins og hafi verið gerðar með hnífi (1. mynd). Myndin á framhliðinni sýnir biskup í fullum skrúða, sitjandi fremur en standandi, með kross í hægri hendi og bagal í þeirri vinstri,5 fyrir framan gotneska kirkjubyggingu, sem sést til beggja handa. Tvær turnspírur teygja sig svo upp frá kirkjunni yfir höfði biskups að innsiglisbrúninni, og undir fót- um hans er komið fyrir skjaldarmerki ættar hans (2. mynd). Umhverfis biskupsmyndina, meðfram kantinum, er grafin spegilskrift með upphafsstöfum (majúsklum), þannig að rétt mynd fáist er innsiglinu hefur verið þrykkt í vaxið. Vax var það efni sem venjulega var notast við, og er þar líklega komin skýringin á því hve illa innsiglin (signum) varðveitast á bréfum6 (sjá 3. mynd). Texta innsiglisins ber að lesa ofan frá, hægra megin (skjaldmerkjalega), og stendur þar eftirfarandi: + SIGILLU: IOhlS: [DEI: GRA: EPIS] COPI: SCALOT þ.e. Sigillu(m): Ioh(ann)is : [Dei : Gratia : Epis] copi : Scalot(ensis), sem útleggst: Innsigli Jóns af Guðs náð biskups í Skálholti. Orðmyndin ,,Scalot“ í stað Scalholt er ekkert einstakt fyrirbæri og kemur oftlega fyrir í latneskum bréfaskriftum á miðöldum og síðar.7 Guðs náð, sem var föst mynd í samskonar áletrunum, hefur þó yfirgefið innsiglið, en gera má ráð fyrir að ,,Dei Gratia“ hafi staðið neðst skamm- stafað, þar sem áletrunarbandið hefur eyðst og innsiglið er skaddað. Innsiglið er svokallað höfuðinnsigli (sigillum) sem er kallað svo til aðgrein- ingar frá mótinnsigli (contrasigillum), sem var sá stimpill sem greip á móti höfuðinnsiglinu þegar vaxið var pressað milli þeirra. Höfuðinnsiglin báru jafnan kennitákn eigandans og voru í sjálfu sér einasta gerð undirskrifta sem tíðkaðist fyrr á öldum, en mótinnsiglið var til þess að koma í veg fyrir bréfa-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.